Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 6
4.2 Vatnsréttindi 4.3 Hagnýtingarréttur jarðefna 4.4 Veiðiréttur 4.4.1 Réttur til fugla- og dýraveiði 4.4.2 Réttur til lax- og silungsveiði 4.5 Beitarréttur 4.6 Um nýtingu skóga 5. NIÐURSTÖÐUR 5.1 Almennar niðurstöður 5.2 Framtíðarsýn 1. INNGANGUR Á liðnum árum og áratugum hefur umhverfisrétturinn verið að þróast sem nýtt og sjálfstætt réttarsvið. Umhverfisréttur hefur verið skilgreindur sem safn þeirra réttarreglna sem fjalla um vernd umhverfis okkar í víðtækum skilningi eða það, sem kallað hefur verið ytra umhverfi okkar.2 Tengsl umhverfisréttarins eru tæpast meiri við neina eina hefðbundna grein lögfræðinnar en eignaréttinn og umhverfisréttur sækir meira til þeirrar greinar en nokkurrar annarrar. Má raunar segja að öðrum þræði fjalli umhverfisrétturinn um þær skorður, sem eignarréttindum og meðferð þeirra eru sett, til verndar umhverfi okkar í víðtæk- asta skilningi. Ekki eru tök á því hér að fjalla almennt eða heildstætt um tengsl umhverfisréttar og eignarréttar, en þess í stað verður staldrað við þær takmark- anir, sem reglur umhverfisréttarins setja beinni nýtingu og nýtingarmöguleikum fasteignareiganda á þeim náttúruauðlindum, sem samkvæmt íslenskum rétti, rúmast innan eignarheimilda hans að hlutaðeigandi fasteign. Umfjöllunin verð- ur þó takmörkuð við nokkrar slíkar auðlindir og ekki verður fjallað um það land, sem liggur utan marka viðurkenndra eignarlanda. Ekki eru heldur tök á því að fjalla um allar takmarkanir, sem reglur umhverfisréttar setja umræddri nýtingu. Hér munu öðru fremur koma til skoðunar ákvæði af vettvangi náttúru- verndarlöggjafar, annarrar friðunarlöggjafar svo og þeirrar sérlöggjafar, sem lýtur að nýtingu framangreindra auðlinda. Önnur löggjöf, tengd umhverfisrétti, svo sem mengunarvarnarlöggjöf og skipulags- og byggingarlöggjöf mun hins vegar fremur mæta afgangi, svo og löggjöf sem lýtur að verndun fornminja og friðun mannvirkja. Auk þess verða sérstaklega tekin til skoðunar mörk bóta- skyldra og bótalausra takmarkana af framangreindum toga. Hér á eftir verður fyrst tjallað um eignarrétt fasteignareiganda og inntak hans. Þá verður vikið að því, hverjar eru helstu takmarkanir sem sá eignarréttur sætir og í framhaldi af því litið til þeirra takmarkana sérstaklega, sem beinlínis eru af umhverfisréttarlegum toga. Að lokum verður svo litið yfir sviðið og nokkrar almennar ályktanir dregnar. 2 í grein 2.1 í mengunarvarnareglugerð nr. 389/1990 segir, að meðytra umhverfi sé áttvið allt land, lög og loft utandyra og utan vinnustaða. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.