Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 15
Að hinum fjölþættu grenndarreglum vatnalaga slepptum,30 þá er í öðru lagi ástæða til að geta lagafyrirmæla sem miða að því að varna spillingu og mengun vatns. Elstu og að sumu leyti heildstæðustu fyrirmælin er að finna í IX. kafla vatnalaga um bann við óhreinkun vatna. I lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og reglugerðum settum með stoð í þeim, einkum heil- brigðis- og mengunarvarnarreglugerðum, er að finna frekari skorður við með- ferð vatns. í náttúruvemdarlögum nr. 47/1971 er síðan annars vegar almennt ákvæði um bann við því að saurga eða spilla vatni sbr. 14. gr., en hins vegar er skylt að leita álits Náttúruverndarráðs valdi fyrirhuguð mannvirkjagerð eða jarðrask hættu á vatnsmengun, sbr. 29. gr. Vert er að geta þess að frekari lög- gjafarhugmyndir hafa verið uppi á þessu tiltekna sviði og má í því sambandi nefna frumvarp umhverfisráðherra um vernd nytjavatns frá því á vorþingi 1994, sem ekki var þó afgreitt, en mundi óhjákvæmilega leiða til frekari takmark- ana.31 Um jarðhita og nýtingu hans em sérstök fyrirmæli í a-lið 10. gr. vatna- laga, sbr. og 49. gr. orkulaga nr. 58/1967, með síðari breytingum, þar sem bann- að er að spilla jarðhitasvæðum og öðrum uppkomustöðum heits vatns. í þriðja lagi er ástæða til að nefna það sérstaklega varðandi jarðhitann, að landeiganda er skylt samkvæmt ákvæðum orkulaga að heimila starfsmönnum ríkisins óhindraðan aðgang að fasteign sinni til jarðhitarannsókna. Ef tjón hlýst af skulu þó bætur koma fyrir. í fjórða lagi skal getið þeirra takmarkana sem löggjafinn hefur sett við hag- nýtingu orku fallvatna og jarðhita. Ákvæði hér að lútandi eru bæði í 49. gr. vatnalaga og II. kafla orkulaga, þar sem orkunýtingu sem fer yfir ákveðna stærð eru sett þau skilyrði að leyfi stjórnvalda liggi fyrir, en í undantekningartilvikum heimild Alþingis. Til viðbótar þeim ákvæðum hafa nú frekari skorður verið settar við umræddri nýtingu með lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum. Bygging vatnsorku- og jarðvarmavirkjana er nú háð umhverfismati, sbr. 5. gr. laganna, en umhverfismati má lýsa sem heildstæðu mati eða úttekt á áhrifum eða afleiðingum, sem framkvæmdir og nýting kunna að hafa á um- hverfi, náttúruauðlindir og samfélag, sbr. stefnumörkun 1. gr. laganna og nánari lýsingu umhverfismats í 10. gr. þeirra.32 Ekki eru tök á því að skýra ákvæði um- ræddra laga nánar hér, en ljóst er að þau hafa í för með sér frekari takmarkanir á því að ráðist sé út í ákveðna nýtingu eða framkvæmdir, sem nú eru háðar umhverfismati, en neikvæð niðurstaða slíks mats, getur þýtt synjun á því að hlutaðeigandi framkvæmdir eða nýting eigi sér stað. 30 Auk tilvitnaðrar reglu um forna farvegi, má nefna fyrirmæli um mismunandi rétthæð vatnsnota, hlutfallslega skerðingu hvers og eins notanda vatns nægi vatn ekki til að fullnægja ákveðnum vatnsþörfum allra, auk meginreglunnar um óheimila nýtingu sem hefur í för með sér tjón fyrir aðra. 31 Alþt. 1993-94 A, bls. 3695 og áfram. 32 Við skilgreiningu umhverfismats er enn fremur stuðst við skilgreiningu í 2. gr. upphaflega frumvarpsins, sbr. Alþt. 1992 A, bls. 983. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.