Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 45
lögum um ávana- og fíkniefni, getur fangelsismálastofnun ákveðið hvort skil- yrðum skuli breytt, tími sem samfélagsþjónusta er innt af hendi skuli lengdur eða hvort dómur um refsivist komi til afplánunar. I þeim tilvikum gildir ofan- nefnd regla, þ.e. tímalengd refsivistar er metin með hliðsjón af samfélags- þjónustu sem þegar er innt af hendi. Hér er það því mat fangelsismálastofnunar á eðli skilorðsbrots sem liggur til grundvallar. Ekki er gert ráð fyrir að öll frávik frá vinnuáætlun verði talin brot á skilyrðum og vegna minni háttar frávika er munnleg áminning látin nægja, t.d. ef samfélagsþjónn mætir of seint til vinnu. í þeim örfáu tilvikum sem slík munnleg áminning hefur verið veitt, hefur það reynst fullnægjandi. Skrifleg áminning er „alvarlegri“ ef svo má segja, þ.e. henni er beitt sem einskonar viðvörun um að ítrekun skilorðsbrots kunni að leiða til þess að samfélagsþjóni verði gert að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar. Slík skrifleg áminning er birt samfélagsþjóni, sbr. 3. mgr. 8. gr. 1. 55/1994, en áður er andmælaréttar gætt, sbr. 13. og 14. gr. stjómsýslulaga. í þessu sambandi er rétt að geta þess að umboðsmaður Alþingis hefur fjallað um nokkuð áþekkt tilvik, þar sem til úrlausnar var rof á skilyrðum reynslu- lausnar. I stuttu máli sagt telur umboðsmaður að í rökstuðningi úrlausnar stjórnvalds um reynslulausn megi ekki lýsa því yfír að fangi hafi gerst sekur um ótvírætt refsilagabrot, sem dómur hefur ekki gengið um. Er það byggt á því, að samkvæmt 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem nú hefur lagagildi á Islandi, sbr. lög nr. 62/1994, sé kveðið svo á, að hver sá sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus uns sekt hans sé sönnuð. Hins vegar útiloki mannréttindasáttmálinn ekki að í þessu efni sé byggt á því að rökstuddur grunur liggi fyrir um refsivert brot. Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmæl- um til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem æðsta stjórnvalds á þessu sviði, að rökstuðningur í tilvikum sem þessum samrýmist mannréttindasáttmálanum og einnig er því beint til ráðuneytisins að taka til athugunar hvaða lagabreytingar séu nauðsynlegar á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis mannréttindasáttmálans. Telja verður vafalaust að ákvæði 8. gr. 1. nr. 55/1994 komi þar til skoðunar. Akvörðunum fangelsismálastofnunar skv. 8. gr. verður skotið til samfélags- þjónustunefndar og er ákvörðun nefndarinnar endanleg, sbr. 4. mgr. 8. gr. lag- anna. Hins vegar frestar kæra ekki réttaráhrifum ákvörðunar nema æðra stjórnvald taki ákvörðun þar um, sbr. 29. gr. stjórnsýslulaga. Ljóst er af þeirri reynslu sem nú þegar er fengin að þeir samfélagsþjónar sem starfa úti í samfélaginu í dag eða hafa lokið störfum eru staðráðnir í að standast skilyrði samfélagsþjónustu sem þeim eru kynnt strax í upphafi. Vilja þeir allt til vinna í stað þess að afplána refsivist og leggja sig fram við að gera sitt besta. Ofangreindri 8. gr. hefur því eins og fyir segir afar sjaldan verið beitt. 6. TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR A árinu 1995 bárust fangelsismálastofnun alls 168 dómar sem hefðu getað komið til álita varðandi samfélagsþjónustu, þar af bárust alls 89 dómar eftir 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.