Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 7
2. INNTAK EIGNARRÉTTAR FASTEIGNAREIGANDANS OG HEIM- ILDIR HANS 2.1 Fasteignarhugtakið o.fl. Hugtakið fasteign er alla jafna skilgreint þannig, að fasteign sé afmarkað land ásamt eðlilegum hlutum landsins, lífrænum og ólífrænum og þeim mannvirkj- um, sem varanlega eru við landið skeytt.3 Hér verður, eins og fram hefur komið, einungis fjallað um þær fasteignir, sem ótvírætt falla innan marka viðurkenndra eignarlanda. Með þeirri afmörkun er bæði litið til lóða og lendna í bæjum, kaupstöðum, kauptúnum og á öðrunt þéttbýlissvæðum, svo og fasteigna utan þéttbýlissvæða, þ.e. heimalanda jarða og landareigna lögbýla, auk þeirra afrétta og annarra landsvæða utan byggðar, sem óumdeilanlega teljast beinum eignarrétti undirorpnir. Afréttir, sem ekki eru ótvírætt í beinu eignarhaldi, almenningar og önnur eigendalaus svæði munu hinsvegar ekki koma til skoðunar.4 í beinum eignarrétti (grunneignarrétti) að fasteign, felst sem og í sambærileg- um rétti endranær, heimildir til hvers konar umráða og ráðstafana yfir eigninni, að svo miklu leyti sem ekki eru sérstakar takmarkanir á því gerðar vegna óbeinna eignarréttinda annarra eða lagafyrirmæla. Mestu skiptir að heimildirnar séu fyrir hendi ef færi gefst til nýtingar og ráðstafana með nýjum hætti og að þær víkki að því marki, sem takmarkanir falla niður.5 3 Sjá Gauk Jörundsson, Eignaréttur, Reykjavík 1982-83, bls. 30 og Ólaf Lárusson, Eigna- réttur /, Reykjavík 1950, bls. 41. 4 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson, „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum“. Afmœlisrit Gaukur Jörundsson sextugur, Reykjavík 1994, bls. 548-551. Ástæða er til að vekja athygli á því að fasteignir er unnt að flokka með ýmsum hætti, m.a. með tilliti til eignarhalds. Á það hefur þó verið bent, að ástæða kunni að vera til að leggja af eldri flokkun og flokkunarhætti af þeim toga og taka þess í stað upp einfalda flokkun, í eignarland í beinni merkingu annars vegar og land í annarskonar eignarhaldi hins vegar, sbr. Karl Axelsson, „Hugleiðingar varðandi dóm Hæstaréttar um réttarstöðu Geitlands í Borgar- firði“. Tímarit lögfrœðinga, 2. hefti 1995, bls. 155 og Ólaf W. Stefánsson, Stefán M. Stefáns- son og Tryggva Gunnarsson, Samningurinn um Evrópska efnahagssvœðið og fasteignir á íslandi, fjölrit, Reykjavík 1992, bls. 57. Er þessi flokkun lögð til grundvallar í þessari ritsmíð. 5 Sjá nánar varðandi þetta atriði, Gauk Jörundsson, Eignaréttur, bls. 3-5, Sigurð Líndal, „Eignarréttur á landi og orkulindum”, sérprentun úr skýrslu aðalfundar Sambands ísl. rafveitna 1983, bls. 13 og Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 547. Sjá ennfremur til athugunar, Sjur Brækhus og Axel Hærem, Norsk Tingsrett, Oslo 1964, bls. 15 og Knud Illum, Dansk Tingsret, Kaupmannahöfn 1976, bls. 30. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.