Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 23
Umræddar friðlýsingar skera sig þó frá flestum þeirra takmarkana sem fjallað hefur verið um hér að framan, að því leyti, að rrkissjóður er eftir atvikum bóta- skyldur vegna þess tjóns, sem fasteignareigandi verður fyrir vegna friðlýsinga, sbr. 35. og 36. gr. náttúruverndarlaga. 5. NIÐURSTÖÐUR 5.1 Almennar niðurstöður Rétt er nú að skoða nokkur sameiginleg einkenni þeirra eignarréttarlegu takmarkana, sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Eins og áður hefur komið fram falla framangreindar takmarkanir að stærstum hluta innan þess sviðs umhverfisréttarins, sem lýtur að menningarlegri náttúruvernd og varð- veislu og nýtingu náttúruauðlinda. Það á þó ekki beinlínis við um þau ákvæði, sem lúta að vörnum gegn mengun vatns, auk þess sem ákvæði lax- og silungsveiðilöggjafarinnar eru nokkuð sér á báti, en auk friðunar og náttúru- vemdarsjónarmiða byggja þau jafnframt á arð- og tekjujöfnunarsjónarmið- um. Við nánari skoðun umræddra takmarkana sýnist mega flokka þær með eftirfarandi hætti: -Mörg eldri ákvæðin á þessu sviði falla nánast í flokk hreinna grenndar- reglna. -I öðrum tilvikum er um algert bann að rœða við tiltekinni nýtingu. -Önnur afnot og nýting er þrengd, t.d. með því að skilyrða hana leyfi stjórn- valda. -Enn fremur er um það að rœða að hrein athafnaskylda sé lögð á fast- eignareiganda. Skýr dæmi um slík ákvœði eru afvettvangi gróðurverndar- og skógrœktarlöggjafar. -Loks má minna á bann við því að skilja náttúruauðlindir og hlunnindifrá viðkomandi fasteign, hvort sem slíkar takmarkanir teljast vera umhverfis- réttarlegar takmarkanir eða ekki. í framhaldi af þessu er enn fremur ástæða til að minna á að framangreindar takmarkanir em að meginstefnu til bótalausar, hafi annars ekki verið sérstak- lega getið. Má raunar segja að bótaskylda, samkvæmt framangreindum lögum, einskorðist við hreina yfirfærslu eignarheimilda eða algert nýtingarbann, sem sett er þá beinlínis í þágu þriðja aðila. Þó koma til sérstakrar skoðunar í þessu sambandi bótaákvæði, sem veita a.m.k. vísbendingu um víðtækari bótarétt. í fyrsta lagi skal nefna í þessu sambandi ákvæði 8. gr. skógræktarlaga nr. 3/1955, þar sem gert er ráð fyrir bótarétti landeiganda, sem þarf að þola beitar- bann vegna gróðureyðingarhættu af völdum ofbeitar. Virðist ákvæði þetta að ýmsu leyti vera nokkuð á skjön við aðrar víðtækar og bótalausar takmarkanir gróðurverndarlöggjafarinnar. I öðru lagi er um að ræða bótaákvæði 36. gr. náttúruverndarlaga nr. 47/1971, sem samkvæmt orðalagi sínu veitir vísbendingu um víðtækan bótarétt fast- 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.