Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 20
í fyrsta lagi má nefna hin víðtæku friðunarákvæði lax- og silungsveiði- laganna. Þar er um að ræða árstíðabundna friðun, friðun á ákveðnum tímum sólarhrings, bann við veiðum á tilteknum svæðum, t.d. ósasvæðum, nær algert bann við laxveiðum í sjó og skorður við silungsveiði í sjó. Loks fer ráðherra með verulegt vald til að auka umræddar friðunaraðgerðir og raunar draga úr þeim í öðrum tilvikum. Sjá nánar IV. og V. kafla laganna.47 I öðru lagi eru í lögum settar umfangsmiklar skorður við veiðiaðferðum og veiðitækjum þeim, sem heimilt er að nota við veiðar, sbr. VI. kafla. í þriðja lagi eru fyrirmæli sett varðandi mannvirkjagerð í veiðivatni, sbr. VII. kafla. I fjórða lagi er svo um að ræða einhverjar víðtækustu skorður, sem fasteignar- eiganda eru settar á þessu sviði, en það er skylduaðildin að veiðifélagi, sbr. VIII. kafla, sem fer síðan með ráðstöfunarrétt veiðinnar, samkvæmt nánari fyrirmælum, en viðkomandi eigandi nýtur hins vegar réttinda í samræmi við arðskrá. Loks er ástæða til að vekja sérstaka athygli á því, að samkvæmt lax- og silungsveiðilögunum er um mjög rúmar heimildir ráðherra að ræða, og eftir atvikum veiðimálastjóra og annarra stjórnvalda, til frekari afskipta af nýtingu og meðferð veiðiréttarins, en beinlínis er lögfest. Á það t.d. við um frekari frið- unaraðgerðir, frekari afskipti af gerð og notkun veiðitækja o.s.frv. 4.5 Beitarréttur Meðal þeirra heimilda, sem í eignarrétti fasteignareigandans felast, er réttur hans til að nýta þann gróður, sem á fasteign hans finnst, öðru fremur til beitar og annarra nytja tengdum búskap og húsdýrahaldi. Slík nýting sætir hins vegar takmörkunum af umhverfisréttarlegum toga. Koma hér í fyrsta lagi til skoðunar ákvæði um ítölu, en með ítölu er átt við að eiganda fasteignar, eða þeim sem leiðir rétt frá honum (yfirleitt ábúanda), sé gert skylt að takmarka stærð bústofns síns vegna hættu á gróðurspjöllum eða uppblæstri. Lagafyrirmæli um ítölu eru að öllum líkindum jafn gömul búsetu okkar í landinu, sbr. fyrirmæli í Grágás. Þannig má segja að frá fyrstu tíð hafi bærst umhverfisréttarleg taug með þessari þjóð þó svo upphaflega hafi ákvæði um ítölu fremur tekið mið af hagkvæmnissjónarmiðum en náttúruvemdar- sjónarmiðum í síðari tíma skilningi. Itala getur jafnt komið til í eignarlöndum sem og þeim afréttum er liggja utan marka eignarlanda. Nánari fyrirmæli liér að lútandi eru í 23. og 24. gr. landgræðslulaga nr. 17/1965, svo og í III. kafla laga nr. 6/1986 um afréttamál- efni, fjallskil o.fl. Fasteignareigandi kann að sæta fleiri takmörkunum af þessum sökum. í II. kafla landgræðslulaga er gert ráð fyrir því að Landgræðslan afli sér fullkomins 47 Sjá Hrd. 1984 1136 um skilyrði takmarkana við silungsveiðum í sjó skv. 14. gr. lax- og silungsveiðilaga. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.