Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 4
megi ekki taka að sér starf eða vinna nokkuð það sem heftir hlutverk hans sem sjálfstæðs og óháðs lögmanns. En af hverju þurfa lögmenn að vera sjálfstæðir og óháðir? Þegar einstaklingur, fyrirtæki eða lögaðili lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að leita til dómstólanna til að fá úrlausn mála sinna eða er stefnt fyrir rétt, leitar hann aðstoðar lögmanns. Lögmaðurinn er sá sem þekkir innviði réttar- kerfisins, leikreglur þess, o.s.frv. Hann er fagmaðurinn sem leitað er til, rétt eins og augnlæknirinn er sá sem leitað er til þegar krankleiki þjáir auga. Viðskipta- vinur lögmannsins verður að geta treyst því að gagnaðilinn eigi ekki ítök í lögmanninum og sé ekki í þeirri aðstöðu að geta beitt hann þrýstingi. Þetta á kannski enn frekar við í opinberum málum. Hver sá sem sakaður er um refsi- verðan glæp á rétt á að njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar fyrir óháðum, óhlutdrægum og lögmætum dómstóli. Þá á hann einnig rétt á að fá verjanda. Lögmaðurinn er oft á tíðum það eina sem stendur á milli einstaklingsins sem verið er að brjóta á og stjórnvaldanna. Til þess að borgararnir njóti réttmætrar meðferðar fyrir dómstólunum, má enginn eiga ítök í lögmönnunum, rétt eins og enginn má eiga ítök í dómurum. I frumvarpi til nýrra laga um lögmenn sem dómsmálaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn er gert ráð fyrir því að eftirlits- og agavald með lögmönnum verði í höndum sérstakrar nefndar sem dómsmálaráðherra skipar. Verði þetta frumvarp að lögum gæti dómsmálaráðherra þannig formlega séð haft gífurleg ítök í lögmannastéttinni. Hann gæti t.d. hagað skipun nefndarinnar þannig að tryggt væri að nefndin gerði einhverjum tilteknum lögmönnum lífið leitt. Rétt eins og ég nefndi hér áðan um dómarafulltrúana, þá tel ég að vel sé treystandi á réttsýni dómsmálaráðherra. En er það líðandi að dómsmálaráðherra, þ.e.a.s. framkvæmdavaldið, geti formlega séð haft áhrif á það hvort og þá hvaða lög- menn eru beittir agaviðurlögum? Hér munu sjálfsagt einhverjir láta orð eins og „hégómi, mannréttindakjaftæði, pjatt“ falla. Það sé engin hætta hér á ferðum. Lögmenn eru sjálfstæðir og óháðir. Það sé ekki eins og við búum í einhverju einræðisríki þar sem stjórnvöld eru stöðugt að brjóta á þegnunum og mannrétt- indabrot daglegt brauð. En verði eftirlits- og agavald með lögmönnum fært í hendur dómsmálaráðherra er stigið skref aftur á bak. í hinum nýju lýðfrjálsu ríkjum gömlu Austur-Evrópu eru lögmenn sem óðast að skipa sér í fylkingar og stofna lögmannafélög. Þar er gífurleg áhersla lögð á það að félögin sjálf fari með aga- og eftirlitsvaldið með lögmönnum, lögmannastéttin verður að vera sjálfstæð og óháð og ríkisvaldið má ekki eiga ítök í henni. Nú þegar málflytjendalögin eru í heildarendurskoðun er lag að færa lögin í nútímahorf og hafa að leiðarljósi sjálfstæða og óháða lögmannastétt. Það frumvarp sem nú hefur verið kynnt miðar ekki að því marki. Þórunn Guðmundsdóttir 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.