Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 40
eigi við áfengis- eða ffkniefnavanda að stríða. í slíkum tilfellum verði að meta hvort þessi vandamál dómþola séu þess eðlis að hann geti ekki innt samfélags- þjónustu af hendi og þá um leið staðist skilyrði hennar. Hjá því verður ekki komist að beita huglægu mati er hæfi umsækjanda er metið og samtvinnast það könnun á sakarferli umsækjanda. Erfiðara er að meta fyrirfram hvort úrræði sem þetta megi verða samfélagsþjóni til uppeldislegs gildis og verður aðeins hægt að meta af hugsanlegum endurkomum þessara sömu manna er fram líða stundir. 4.2 Hlutverk Fangelsismálastofnunur ríkisins - undirbúningsvinna Eftir gildistöku laga um samfélagsþjónustu hefur verið séð til þess að í boðunarbréfum þeirra sem uppfylla hlutlæg skilyrði laganna sé vakin athygli á lögum um samfélagsþjónustu. Meðfylgjandi er umsóknareyðublað og ítarlegt upplýsingablað um úrræðið þar sem m.a. er lögð áhersla á hálfs mánaðar um- sóknarfrest dómþola. Það er fangelsismálastofnun sem sér um alla framkvæmd samfélagsþjónustu og tekur á móti umsóknum. Stofnunin sér um að afla upplýsinga um persónu- lega hagi dómþola sé umsókn ekki þegar hafnað, undirbýr mál til meðferðar hjá nefndinni og annast skrifstofuhald fyrir nefndina, sbr. 6. gr. 1. 55/1994. Umsækjandi samfélagsþjónustu er boðaður í viðtal hjá fangelsismálastofnun og fer þá fram könnun á persónulegum högum hans, þar sem m.a. er tekið tillit til vilja og möguleika hans á því að inna samfélagsþjónustu af hendi. Sakarferill hans er skoðaður og kannað er hvort hann eigi mál til meðferðar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins, hlutaðeigandi lögreglustjóra eða ríkissaksóknara. Ef ástæða þykir til er könnunin ítarlegri og m.a. haft samband við fangageymslur, fíkniefnadeild lögreglunnar, félagsráðgjafa og lækna eða meðferðarfulltrúa og þá með samþykki umsækjanda. Oskað er eftir faglegu mati sálfræðings fang- elsismálastofnunar ef efast er um hæfni umsækjanda. Hafi umsækjandi gengist undir fíkniefna- og áfengismeðferð er óskað eftir staðfestu vottorði. Meðmæla- bréf eru ekki óalgeng fylgigögn. Að þessari undirbúningsvinnu lokinni skilar fangelsismálastofnun samfélags- þjónustunefnd rökstuddu áliti um hæfni umsækjanda, þ.e. hvort hann sé lík- legur til þess að geta innt samfélagsþjónustu af hendi og gerir tillögu að því hvers konar samfélagsþjónusta og hvaða vinnustaður komi helst til greina, sbr. 2. mgr. 2. gr. 1. 55/1994. Fangelsismálastofnun getur einnig mælt með því að samfélagsþjónusta verði bundin skilyrðum, nokkrum eða öllum, sem greinir í 2.-6. tl. 3. mgr. 57. gr. alm. hgl. og má sem dæmi nefna skilyrði um fíkni- efnameðferð. Þess má geta að unnið er að samvinnu við SÁÁ sem mun nánar tiltekið felast í samskiptum milli meðferðarfulltrúa SÁÁ og fangelsis- málastofnunar til þess að unnt verði að fylgjast náið með því að staðið verði við sérstök skilyrði um meðferðaráætlun og endurhæfingu samfélagsþjóns. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.