Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 27
lega skorti á skýrleika þeirra lagafyrirmæla og reglna sem takmarkanimar setji. Hins vegar berist gagnrýni úr „hinni áttinni“, þar sem talið er að ekki sé nægilega að gert og stjómvöld sýni of mikla linkind gagnvart einkahagsmunum á kostnað samfélagslegra hagsmuna.64 I öðru sambandi hefur W.E. von Eyben enn fremur bent á að hin rótgróna skilgreining á inntaki eignarréttar sé nú tæplega lengur í samræmi við raunveruleikann, þó svo það væri of langt gengið að segja, að hún hefði hreinlega snúist við og að í eignarrétti felist nú ekki heimildir til annarra ráðstafana en þeirra sem sérstaklega eru heimilaðar.65 Mikilvægt er við frekari þróun umhverfisréttarlöggjafar hér á landi og mögu- lega árekstra við meðferð og nýtingu eignarréttinda, að ekki verði af ríkis- valdsins hálfu lagt út í vafasama „endurskoðun" á því hvað felist í eignarheim- ildum fasteignareiganda. Auk þess verði reynt að vanda eins og frekast er kost- ur til lagasetningar á þessu sviði og allrar útfærslu hennar, m.a. þannig að stjómvöldum verði af löggjafans hálfu settar eins þröngar og afmarkaðar skorð- ur og unnt er í þeim tilvikum, þegar óhjákvæmilegt er að framselja þeim heim- ildir til frekari takmarkana viðkomandi eignarréttinda. Þó svo farið hafi verið um langan veg frá því að grundvöllur 72. gr. stjómar- skráinnar um vernd eignarréttar var lagður á öndverðri öldinni sem leið og forsendur séu að sumu leyti gjörbreyttar frá þeim tíma, þá er samt ekki unnt að fallast á að stjórnarskrárákvæðið sé í sjálfu sér orðið úrelt eða þarfnist formlegrar endurskoðunar. Þess verður að minnast að það er eitt af meginein- kennum 72. gr„ sem vísireglu, að laga sig að breyttri samfélagsgerð og þjóð- félagsháttum.66 Þó ekki verði talin sérstök ástæða til efnisbreytinga á nefndu ákvæði að svo komnu máli, væri á hinn bóginn full ástæða til þess, í ljósi framangreindrar þróunar, að efna til umræðu og jafnvel endurskilgreina að einhverju marki þann efnisgrundvöll eignarréttarverndar, sem stjórnarskrár- ákvæðinu er ætlað að standa vörð um. Það vekur raunar nokkra furðu, að í þeirri miklu umræðu, sem átti sér stað samhliða endurskoðun mannréttindakafla stjómarskrárinnar á árinu 1995, að engin umræða átti sér stað um gmndvöll, þróun eða framtíð nefnds stjórnarskrárákvæðis eða þeirra hagsmuna, sem því er ætlað að vernda, þ.e. sjálfan eignarréttinn. Við aldahvörf virðast sjónarmið umhverfisréttarins eiga vaxandi fylgi að fagna. Það á meðal annars við um þá grundvallarafstöðu eða afstöðubreytingu að náttúruauðlindir og nýting þeima sé ekki einkamál núverandi eiganda, heldur verði að nýta þær með hliðsjón af hagsmunum komandi kynslóða. Umhverfis- vemd sé þannig öðrum þræði raunveruleg forsenda þess að náttúruauðlindir verði yfirleitt nýttar til frambúðar.67 64 W E von Eyben, Milj0rettens grundbog, Kaupmannahöfn 1989, bls 47-48. 65 W.E. von Eyben, „Milj0ret“. Temaer uden variation, einkum bls. 101 og áfram. 66 Gaukur Jörundsson, „Eign og eignarnám", bls. 191. 67 Til athugunar Inge Lorange Backer, Innf0ring i naturressurs- og miljOrett, 2. útgáfa, Osló 1990, bls. 19 og 70. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.