Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 48
umboðsmanni Alþingis liggur fyrir mál þar sem að dómþoli óskar eftir túlkun á fyrrnefndri lagagrein en hann telur það fela í sér mismunun að dómþolum sé eigi gert kleift að taka vararefsingu fésekta út með samfélagsþjónustu í stað varðhalds. Hafnaði samfélagsþjónustunefnd umsókn hans með beinni vísan til orðalags 1. gr. Eins og fyrr hefur verið vikið að, skal dómþoli óska eftir því skriflega við Fangelsismálastofnun ríkisins, eigi síðar en hálfum mánuði áður en hann átti upphaflega að hefja afplánun refsivistar, sbr. 1. tl. 1. mgr. 2. gr. 1. 55/1994. í 1. mgr. 7. gr. laganna er að finna undantekningu frá þessum tímamörkum, en þar segir að unnt sé að víkja frá þeim ef sérstakar ástæður mæla með því. Ekki er ólíklegt að hálfs mánaðar viðmið meginreglunnar komi til endurskoðunar enda má deila um hvað sé heppilegast í þessu tilviki og hvort frestur þessi sé yfirleitt nógu langur. Einnig má velta því fyrir sér hvemig megi túlka undantekningar- reglu 1. mgr. 7. gr. og orðalagið „sérstakar ástæður“. í greinargerð með tillögu að viðauka við hegningarlög frá 1990 var gert ráð fyrir annarri reglu um tímafresti en miðað var við að dómþoli skyldi sækja um samfélagsþjónustu eigi síðar en þremur mánuðum eftir að hann var upphaflega boðaður til að hefja afplánun refsivistar. Segir í greinargerðinni að þessi tímamörk hafi verið valin með hliðsjón af því að almennt sé heimilt að veita allt að 8 mánaða (nú 6 mánaða) frest á því að hefja afplánun refsivistar. Ennfremur segir að þau tilvik séu höfð í huga þegar líklegt er að fallist verði á beiðni dómþola, en af óvið- ráðanlegum ástæðum hafi beiðnin ekki borist innan almenna frestsins. Þetta sama orðalag er að finna í greinargerð með núgildandi lögum um samfélags- þjónustu þrátt fyrir breytta og þrengri viðmiðunarreglu. Hugsanlega mætti því túlka undantekningarregluna með rýmri hætti en ella. Samfélagsþjónustunefnd hefur samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1994 endanlegt ákvörðunarvald um niðurstöður sínar. Hér er því málskot til æðra stjórnvalds ekki mögulegt og hafa dómþolar sem telja sér mismunað með lögunum farið þá leið að leita til umboðsmanns Alþingis. Ljóst er að sam- félagsþjónusta eru ekki réttindi sem öllum dómþolum eru tryggð, eins og áður hefur komið fram, heldur er þeim sem uppfylla skilyrði laganna aðeins veittur réttur til þess að sækja um fullnustu dóms með þessum hætti. Því má deila um hvort hér sé um það mikilsverð réttindi að ræða að möguleikinn á málskoti sé eðlilegur kostur. Liggi hins vegar fyrir ákvörðun fangelsismálastofnunar um viðbrögð við skilorðsrofum á samfélagsþjónn möguleika á því að skjóta þeirri ákvörðun til samfélagsþjónustunefndar, sbr. 3. og 4. mgr. 9. gr. laganna. Er þetta eðlilegt þar sem að hér er um íþyngjandi ákvörðun að ræða þar sem samfélags- þjónn kann að verða sviptur áður veittum réttindum. Að lokum má láta þess getið og af gefnu tilefni að bagalegt er að á saka- vottorði dómþola komi ekki fram að viðkomandi gegni samfélagsþjónustu. Verður að telja það nauðsynlegt og í raun forsendu þess að dómstólum sé unnt að beita 1. mgr. 8. gr. I. 55/1994 vegna skilorðsrofa fremji dómþoli nýtt brot eftir að samfélagsþjónusta er ákveðin. I ákvæðinu er sem fyrr segir lögð sú 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.