Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 25
þekkt er á hinn bóginn sú staðreynd, að löggjafarþróun síðustu áratuga hefur einkennst af því í æ ríkari mæli, að öll nánari útfærsla lagasetningarvalds hefur í stórum stíl verið flutt í hendur framkvæmdavaldsins, ef svo má að orði kom- ast. Löggjöf á sviði umhverfisréttar er engin undantekning í þessu sambandi og lög nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, hafa hér á undan verið nefnd, sem skýrt dæmi um þetta. Með þeim lögum hefur í ríkari mæli verið horfið til þess lagasetningarmáta að flytja ýmsa nánari útfærslu laganna, þ.á m. útfærslu eignarréttarlegra takmarkana, til ráð- herra og annarra stjórnvalda í formi reglugerðarheimilda eða leyfisveitinga. Þau vistfræðilegu rök sem tíunduð eru í greinargerð með frumvarpi til laganna og getið var um hér að framan, eru talin útheimta sveigjanlega löggjöf. í nágranna- löndum okkar sýnist löggjöf á þessu sviði enn fremur hafa þróast í ríkum mæli í þá átt, að sett séu rammalög á einstökum sviðum, sem síðan eru háð nánari útfærslu viðkomandi stjórnvalda.57 Þar ráða vísast sambærileg rök og tíunduð voru í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 64/1994. Þá hefur þeim sjónarmiðum verið haldið fram, að engin rök standi til þess að skýra eignarréttarlegar takmarkanir af umhverfisréttarlegum toga þröngri skýr- ingu, þar sem þeir hagsmunir sem slíkum takmörkunum sé ætlað að vemda séu í raun ekki minna virði en þeir hagsmunir, sem takmörkunin beinist að, þ.á m. fasteignareiganda af því að geta nýtt eign sína og auðlindir hennar.58 Loks má minna á, að sú skoðun hefur lengi notið hljómgrunns að heimildir löggjafans til takmarkana í þessu sambandi séu rýmri en ella, sé takmörkun að hluta til gerð í þágu eigandans og miði m.a. að varðveislu eignarréttinda hans.59 Lrkur eru til þess að á þetta álitaefni reyni enn frekar á næstu misserum og árum, m.a. vegna tilkomu EES samningsins og þeirra gerða af vettvangi um- hverfisréttar, sem aðild okkar að samningnum útheimtir að við hlítum. Sú staða kann þannig að koma upp að umræddum reglum og fyrirmælum verði komið á í formi reglugerða og stjórnvaldsfyrirmæla, sem eiga sér mistrausta stoð í landsrétti okkar.60 Niðurstaða framangreindrar umfjöllunar er því sú, að á satna tíma og nýting umræddra náttúruauðlinda er talin falla innan eignarheimilda fasteignareig- anda, þá eru nýtingunni settar takmarkanir af umhverfisréttarlegum toga, sem veikja verulega inntak þessa sama eignarréttar. 57 Til athugunar Ellen Margrethe Basse, Introduktion til miljóretten, 2. útgáfa, Kaupmanna- höfn 1993, bls. 13. 58 Sjá m.a. Inge Lorange Backer, Naturvern og naturinngrep, Osló 1986, bls. 62. 59 Gaukur Jörundsson, „Eign og eignamám'1, bls. 189. 60 Sjá til athugunar reglugerð nr. 319/1995 um neysluvatn. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.