Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 42
5.2 Vinnustaðir og samfélagsþjónustustörf Fangelsismálastofnun sér um að útvega hentuga vinnustaði fyrir samfélags- þjónustu. Hefur það reynst vandkvæðalítið og er óhætt að segja að eftirspurn eftir samfélagsþjónum sé þessa stundina meiri en framboðið. Sú leið hefur verið farin að fangelsismálastofnun gerir samning við viðkomandi vinnustað áður en hugsanlegir samfélagsþjónar hefja störf. Gildir slíkur samningur tíma- bundið og er uppsegjanlegur af hálfu beggja samningsaðila. I samningi koma fram skyldur eftirlitsmanns í tengslum við samfélagsþjónustu. Fulltrúi fangelsis- málastofnunar kynnir vinnuveitanda og eftirlitsaðilum á vinnustað úrræðið rækilega og lögð er áhersla á greið og reglubundin samskipti á milli stofn- unarinnar og vinnustaðar. í október 1992 setti Evrópuráðið fram ákveðnar viðmiðunarreglur um vinnu- staði. Þar er tekið fram í 67. gr. að störf samfélagsþjóna verði að vera „raun- veruleg störf ‘ sem séu þjóðfélagslega gagnleg auk þess sem þau verða að hafa gildi fyrir viðkomandi samfélagsþjón og vera þess eðlis að honum verði gert kleift að þroska hæfileika sína eins og unnt er. Hagnaðarsjónarmið mega ekki liggja til grundvallar samfélagsþjónustustarfi, þ.e. samfélagsþjónn má ekki þjóna hlutverki sem einhverskonar ódýrt vinnuafl. Dönum hefur ekki þótt ástæða til að túlka þessa grein bókstaflega enda er það ekki sjálfgefið að hæfileikar allra samfélagsþjóna geti notið sín til hins ýtrasta þó reynt sé eftir fremsta megni að finna viðeigandi störf fyrir hvem og einn m.t.t. getu hans og persónulegra eiginleika. Það er hins vegar ljóst að störf þau sem unnin eru geta haft gildi fyrir viðkomandi samfélagsþjón og hann sjálfur öðlast þroska og skilning á sviðum sem áður vom honum ókunn. Ástæða þess er sú að störf þau sem samfélagsþjónar sinna eru mörg hver líknar- og aðstoðar- störf þar sem þeir umgangast sjúka eða aldraða einstaklinga eða aðra sam- ferðarmenn okkar sem minna mega sín. Frá upphafi var við það miðað að þau samfélagsþjónustustörf sem kæmu til greina væru fyrst og fremst aðstoðarstörf hjá opinberum stofnunum eða stofnunum sem nytu opinberra styrkja svo og félagasamtökum. Miðað skyldi við staði er gætu lagt til verkefni sem ófaglærður starfsmaður gæti auðveldlega sinnt. Auk þess skyldi vinnan vera þess eðlis að henni yrði ekki sinnt, eða hún aðeins unnin í sjálfboðavinnu, kæmi samfélagsþjónusta ekki til. Samfélags- þjónustan kemur því sem einskonar viðbót við önnur störf á viðkomandi vinnu- stað. Tilgangurinn er því sá að vinna störf sem setið hafa á hakanum t.d. vegna manneklu eða fjárskorts eða að aðstoða við önnur aðkallandi verkefni. Á móti kemur að samfélagsþjónusta má ekki vera til þess að skerða atvinnu, þ.e. samfélagsþjónn má ekki taka starf frá öðrum og því kæmi ekki til greina að fela honum starf sem til hefði staðið að ráða annan mann til að sinna gegn greiðslu. Þess má geta að samfélagsþjónar geta verið fleiri en einn á sama vinnustað en þó er vinnutími þeirra aldrei sá sami. Samningar hafa, þegar þetta er ritað, verið gerðir við eftirtalda vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu: 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.