Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 46
gildistöku laganna 1. júlí 1995. Nokkur hluti dómþola átti þó fleiri en einn dóm til fullnustu samtímis og uppfylltu þá ekki skilyrði 2. mgr. 1. gr. 1. 55/1994 en samkvæmt henni má samanlögð refsing eigi vera lengri en þrír mánuðir. Fyrir samfélagsþjónustunefnd hafa frá upphafi komið alls 72 umsóknir. Alls 43 á árinu 1995 en það sem af er þessu ári, 9. maí 1996, hafa 29 umsóknir hlotið afgreiðslu nefndarinnar. Samþykktar hafa verið alls 46 umsóknir, 21 á árinu 1995 en 25 á nýju ári. Ein afturköllun ákvörðunar samfélagsþjónustunefndar átti sér stað á árinu 1995, sbr. 2. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga, en þar lágu til grundvallar rangar forsendur fyrir jákvæðri afgreiðslu nefndarinnar. Hafa 23 samfélagsþjónar nú þegar lokið samfélagsþjónustu. Skrifleg áminning hefur verið veitt í fjórum tilvikum og hafa þrír samfélagsþjónar rofið skilyrði sam- félagsþjónustu og var þeim með úrskurði samfélagsþjónustunefndar gert að afplána eftirstöðvar dóms síns. Hafði þeim áður verið birt áminning og gerðar ljósar afleiðingar ítrekunar. I fimm tilvikum hefur verið fallist á umsókn með vísan til undantekningar- reglu 1. mgr. 7. gr. 1. 55/1994 sem heimilar frávik frá hálfs mánaðar tímamörk- um vegna sérstakra ástæðna. Viðbótarskilyrði um áfengis- og fíkniefnameðferð hafa verið sett í sex tilvikum, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Allar nánari tölulegar upplýsingar verða birtar í ársskýrslu Fangelsismála- stofnunar ríkisins fyrir árið 1995. Astæður fyrir synjun umsókna hafa verið margvíslegar. Nokkrum umsóknum var synjað með vísan til upphafsbókunar samfélagsþjónustunefndar, sbr. kafla 3.2. Lögbundin skilyrði laganna hafa einnig verið ástæða höfnunar nefndar- innar, sbr. 2. gr., þ.e. umsókn hefur ekki borist innan lögboðinna tímamarka eða dómþoli hefur átt mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum þar sem hann hefur verið kærður fyrir refsiverðan verknað. Vísað hefur verið til orðalags 1. gr. er umsóknum hefur verið hafnað þar sem um blandaða dóma hefur verið að ræða, en í greinargerð er sérstaklega tekið fram að lögin taki ekki til slíkra dóma, sbr. kafla 7. Vanhæfi umsækjanda hefur einnig verið tilefni höfnunar og hafa þeir átt það sammerkt að vera óreglumenn með langan óslitinn sakarferil að baki, auk þess sem þeir hafa átt við vímuefnavanda að etja sem talinn hefur verið þess eðlis að þeir gætu ekki staðið við skilyrði samfélagsþjónustu. Leitað var umsagnar fíkniefnadeildar lögreglunnar og kom í ljós í einu tilviki að umsækjandi átti að baki mörg ffkniefnabrot vegna sölu efna. Umsókn hefur einnig verið hafnað með vísan til eðlis brots umsækjanda en sá hafði fengið skilorðsbundinn dóm til 3 ára fyrir stórfellda líkamsárás, sbr. 1. mgr. 218. gr. alm. hgl., rauf hann skilyrði þess dóms innan árs með ítrekun brots gegn sama ákvæði. Algengast er að dómþolar sem sækja um samfélagsþjónustu hafi brotið gegn ákvæðum umferðarlaga og er þar í flestum tilvikum um að ræða ölvunar- eða sviptingarakstur, sbr. 45. gr. og 48. gr. umfl. Samfélagsþjónar eru flestir að hljóta sinn fyrsta óskilorðsbundna refsivistar- dóm. Hafa aðeins 6 samfélagsþjónar afplánað refsivist áður og þá nær eingöngu 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.