Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 60
4. NORDPLUS OG ERASMUS STYRKJAKERFI - STÚDENTASKIPTI Stúdentar í lagadeild hafa s.l. 3 ár átt kost á því að ljúka hluta náms síns í kjörgreinum erlendis. Hefur þetta mælst mjög vel fyrir og stúdentar nýtt sér þetta í auknum mæli. Á haustmisseri var 11 erlendum laganemum boðið upp á kennslu við lagadeild, þar sem kenndar voru fjórar valgreinar á ensku, þ.e. réttarsaga, evrópuréttur, hafréttur og refsiréttur. Þótti námskeiðið takast vel að mati hinna erlendu nemenda. Næsta haust er fyrirhugað að halda þessum nám- skeiðum áfram og hefur fjöldi erlendra nema þegar sýnt áhuga á að stunda nám hér. 5. STÖÐUBREYTINGAR Þær breytingar hafa orðið á stöðum innan lagadeildar að Arnljótur Björnsson prófessor lét af störfum og tók við embætti hæstaréttardómara í haust. Stofnað var til starfs kennslustjóra við lagadeild í september, og var ráðinn í það starf Jónas Þór Guðmundsson lögfræðingur. 6. STJÓRN ORATORS, FÉLAGS LAGANEMA, STARFSÁRIÐ 1994- 1995 Á aðalfundi Orators, sem haldinn var í október 1994 var Kristín Edwald kjörinn formaður, Kolbeinn Árnason varaformaður, Einar Símonarson gjald- keri, Kristrún Heimisdóttir ritstjóri Úlfljóts, Dóra Sif Tynes alþjóðaritari, Áslaug Auður Guðmundsdóttir skemmtanastjóri, Einar Hannesson funda- og menningarmálastjóri. 7. ANNAÐ Forseti lagadeildar er Þorgeir Örlygsson prófessor og varadeildarforseti er Stefán Már Stefánsson prófessor. Frá árinu 1990 hefur Alþjóðamálastofnun Háskólans starfað að ýmsum rannsóknarverkefnum. Fulltrúar eftirfarandi háskóladeilda eiga aðild að stjórn stofnunarinnar: lagadeild, félagsvísindadeild, heimspekideild og viðskipta- og hagfræðideild. Forstöðumaður stofnunarinnar er Gunnar G. Schram, prófessor í lagadeild. Alþjóðamálastofnun vinnur nú að samningu ritverksins um sögu landhelgismálsins. Nýtt tölvuver var tekið í notkun í Lögbergi á árinu. Þar er að finna 12 tölvur, sem stúdentar geta notað til ritvinnslu og til þess að tengjast tölvuneti Háskólans og Internetinu svonefnda. Tölvuverið er staðsett gegnt bókasafninu á 3. hæðinni. Á árinu var einnig tekinn í notkun dómsalur í Lögbergi. Salurinn, sem innréttaður er í stofu 203, er ætlaður til þess að hýsa málflutnings- og réttarhaldsæfingar stúdenta, auk hefðbundinna fyrirlestra. Héraðsdómur Reykjavíkur lánaði lagadeild í þessum tilgangi húsgögn. Tölvukostur lagadeildar batnaði nokkuð á árinu. Það má fyrst og fremst þakka fjárstyrk, sem lagadeild hlaut úr Tækjakaupasjóði H.í. en tölvubúnaður 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.