Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 60
4. NORDPLUS OG ERASMUS STYRKJAKERFI - STÚDENTASKIPTI Stúdentar í lagadeild hafa s.l. 3 ár átt kost á því að ljúka hluta náms síns í kjörgreinum erlendis. Hefur þetta mælst mjög vel fyrir og stúdentar nýtt sér þetta í auknum mæli. Á haustmisseri var 11 erlendum laganemum boðið upp á kennslu við lagadeild, þar sem kenndar voru fjórar valgreinar á ensku, þ.e. réttarsaga, evrópuréttur, hafréttur og refsiréttur. Þótti námskeiðið takast vel að mati hinna erlendu nemenda. Næsta haust er fyrirhugað að halda þessum nám- skeiðum áfram og hefur fjöldi erlendra nema þegar sýnt áhuga á að stunda nám hér. 5. STÖÐUBREYTINGAR Þær breytingar hafa orðið á stöðum innan lagadeildar að Arnljótur Björnsson prófessor lét af störfum og tók við embætti hæstaréttardómara í haust. Stofnað var til starfs kennslustjóra við lagadeild í september, og var ráðinn í það starf Jónas Þór Guðmundsson lögfræðingur. 6. STJÓRN ORATORS, FÉLAGS LAGANEMA, STARFSÁRIÐ 1994- 1995 Á aðalfundi Orators, sem haldinn var í október 1994 var Kristín Edwald kjörinn formaður, Kolbeinn Árnason varaformaður, Einar Símonarson gjald- keri, Kristrún Heimisdóttir ritstjóri Úlfljóts, Dóra Sif Tynes alþjóðaritari, Áslaug Auður Guðmundsdóttir skemmtanastjóri, Einar Hannesson funda- og menningarmálastjóri. 7. ANNAÐ Forseti lagadeildar er Þorgeir Örlygsson prófessor og varadeildarforseti er Stefán Már Stefánsson prófessor. Frá árinu 1990 hefur Alþjóðamálastofnun Háskólans starfað að ýmsum rannsóknarverkefnum. Fulltrúar eftirfarandi háskóladeilda eiga aðild að stjórn stofnunarinnar: lagadeild, félagsvísindadeild, heimspekideild og viðskipta- og hagfræðideild. Forstöðumaður stofnunarinnar er Gunnar G. Schram, prófessor í lagadeild. Alþjóðamálastofnun vinnur nú að samningu ritverksins um sögu landhelgismálsins. Nýtt tölvuver var tekið í notkun í Lögbergi á árinu. Þar er að finna 12 tölvur, sem stúdentar geta notað til ritvinnslu og til þess að tengjast tölvuneti Háskólans og Internetinu svonefnda. Tölvuverið er staðsett gegnt bókasafninu á 3. hæðinni. Á árinu var einnig tekinn í notkun dómsalur í Lögbergi. Salurinn, sem innréttaður er í stofu 203, er ætlaður til þess að hýsa málflutnings- og réttarhaldsæfingar stúdenta, auk hefðbundinna fyrirlestra. Héraðsdómur Reykjavíkur lánaði lagadeild í þessum tilgangi húsgögn. Tölvukostur lagadeildar batnaði nokkuð á árinu. Það má fyrst og fremst þakka fjárstyrk, sem lagadeild hlaut úr Tækjakaupasjóði H.í. en tölvubúnaður 136

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.