Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 26
5.2 Framtíðarsýn En hver er framtíðarsýnin? Hver verður þróun umhverfismála og umhverfis- réttar hér á landi og í hvaða mæli kann inntak eignarréttar fasteignareiganda að breytast enn frekar fyrir tilstilli umhverfisréttarins. Fyrst er til þess að taka að umhverfismál eru í eðli sínu pólitísk og ágreiningur um það hversu langt ber að ganga eða öllu heldur hversu langt þarf að ganga. Ekkert mat verður lagt á slíkt hér enda á valdsviði löggjafans að marka þá stefnu. Flest bendir þó til þess að umhverfismál verði áfram í brennidepli og raunar í vaxandi mæli. Það er hins vegar umhugsunarefni, að þróun umhverfisréttar hefur verið hæg- fara hér á landi miðað við hina öru þróun, sem orðið hefur á þessu réttarsviði víða annarsstaðar þ.á m. í nágrannalöndunum og fjöldi þeirra umhverfisréttar- legu takmarkana sem hér er um að ræða byggir á tiltölulega gamalli löggjöf að efni til.61 Að sama skapi hefur fjöldi lagafrumvarpa á þessu réttarsviði dagað uppi í meðförum Alþingis á síðustu 10-15 árum. Ljóst er að náttúruvemdar- yfirvöld telja heimildum sfnum áfátt á ýmsum sviðum, sbr. dæmi hér að framan. Aðild Islands að alþjóðasamningnum á þessu sviði, þ.á m. yfirlýsingu Ríó ráð- stefnunnar,62 að ógleymdri aðild okkar að EES samningum og skuldbindingum hans á sviði umhverfisréttar, bendir á hinn bóginn til þess að til lengri tíma litið verði þáttur umhverfismála veigamikill í okkar réttarskipan. Við samanburð við nágrannalöndin, þ.á m. Danmörku, verður að gera þann fyrirvara, að inntak eignarréttar og eignarheimilda fasteignareiganda er ekki að öllu leyti sambærilegt hér á landi og í einstökum nágrannalöndum okkar né í þeim innbyrðis. Af slíkum samanburði sýnist lengst hafa verið gengið í þá átt, að setja eignarráðum fasteignareiganda víðtækar, bótalausar skorður á um- hverfisréttarlegum forsendum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. í Finnlandi og svo auðvitað á Islandi, hefur ekki verið þrengt að einstaklingseignarréttinum í jafn ríkum mæli.63 Sá virti danski fræðimaður W.E. von Eyben veltir því fyrir sér, sem hann kallar æ frjálslegri túlkun eignarréttarákvæðis dönsku stjórnarski'árinnar í kjölfar aukinna bótalausra takmarkana, m.a. af vettvangi umhverfislöggjafar. Staða ákvæðisins sé í raun orðin þannig að það vemdi eiganda ekki fyrir öðm en hreinum og klárum eignayfirfærslum. Gagnrýnendur þessarar þróunar telji að vemd eignarréttarákvæðisins sé nánast orðin hjóm eitt, auk þess sem veru- 61 Um þróun mála í nágrannalöndunum, sjá t.d. grein W.E. von Eyben, „Milj0ret“. Temaer uden variation, Kaupmannahöfn 1992, einkum bls. 91-109. Ennfremur Ellen Margrethe Basse, Introduktion til miljdretten, 2. útgáfa, Kaupmannahöfn 1993, bls. 12-14. 62 Yfirlýsingin er afrakstur ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um unthverfi og þróun, sem fram fór í Ríó de Janeiró dagana 3.-14. júní 1992. Birt sem fylgiskjal með frumvarpi til laga um lögfestingu nokkurra meginreglna umhverfisréttar o.fl., Alþt. 1993-94 A, bls. 5053. 63 Sjá Ellen Margrethe Basse, Introduktion til miljóretten, 2. útgáfa, Kaupmannah. 1993, bls. 13. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.