Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 68
Mánudaginn 9. október hófst hin formlega heimsókn á kynningu þeirra, sem höfðu annast undirbúning í London, á dagskrá næstu þriggja daga. Síðan var dómarahópnum skipt í tvo hópa jafnstóra. Annar þeirra heimsótti Bow County Court í East End, en hinn Horseferry Road Magistrates' Court. í County Court er farið með minni háttar einkamál, en í Magistrates' Court er farið með minni háttar sakamál. Sá hópurinn sem í sakamálin fór heimsótti síðan Southwark Crown Court en Crown Courts er fyrsta dómstig í meiri háttar sakamálum. Hvor hópurinn um sig heimsótti síðdegis lögmannastofur sem sérhæfa sig í einkamálum eða saka- málum. Voru það lærdómsríkar heimsóknir. Þar var lögmannsstarfinu lýst og gerð grein fyrir þeim mun sem er á starfssviðum solicitor og barrister, sem löngum hefur verið erfitt að skilja. Lögmaður sem er solicitor fæst ekki við málflutning fyrir dómi heldur aflar hann gagna og undirbýr málið fyrir flutning og ræður síðan barrister til að flytja málið fyrir dómi, ef barristerinn telur ráðlegt að höfða mál. Barristerinn hefur þannig ekki beint samband við skjól- stæðing og solicitorinn greiðir barristernum laun. Lögum hefur þó verið breytt þannig, að solicitor hefur nú réttindi til þess að flytja mál á lægstu dómstigum. Að morgni þriðjudags 10. október fór allur hópurinn í heimsókn í Old Bailey, sem er einn þeirra dómstóla sem fást við alvarlegri sakamál, og margir kannast við. Þótt hann sé hluti af dómstólakerfinu, hefur hann samt þá sérstöðu að vera eign Lundúnaborgar. Að forminu til á borgarstjóri Lundúna rétt til setu í dómi í þeim málum sem honum sýnist þörf á að hann dæmi. I hverjum dómsal eru sæti fyrir 5 dómara, þótt aðalreglan sé sú að einn dómari skipi dóm. Dómarinn situr þó aldrei fyrir miðju því að von gæti verið á því að borgarstjóri snaraði sér inn og tæki sæti í dóminum. Það gerist þó aldrei í raun. Þessu næst var farið í High Court (Royal Court of Justice, Strand WC2), sem fer með meiriháttar einkamál á fyrsta dómstigi. Dómstólnum er skipt í þrjár deildir, Chancery, Family og Queen's Bench. Fyrst talda deildin fer með landa- deilur, deilur um sjóði og erfðaskrár, höfundarétt og vörumerki, gjaldþrot o.fl. Næsta deild fer með skuldamál, brot á samningum, meiðyrðamál, mál vegna ólögmætrar handtöku, örorkutjónsmál og mál vegna mistaka í heilsugæslu. Þriðja deildin fer með hjónaskilnaðarmál og allar deilur er varða böm. Sú deild fer einnig með mál sem rísa vegna stjórnsýsluathafna. Þá er hægt að áfrýja til þessarar deildar dómum Magistrates’ Courts. í þessu húsi eru einnig áfrýjunardómstóllinn, sem starfar í tveimur deildum, sakamáladeild og einkamáladeild. Að kvöldi þessa dags þáði hópurinn ágætt boð sendiherra íslands á Bretlandi, Benedikts Asgeirssonar. Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar var þinghúsið heimsótt undir leiðsögn vísigreifa Craigavon, en afi hans var um skeið forsætisráðherra Norður-írlands og átti Geysi í Haukadal í nokkur ár. Þetta var hin skemmtilegasta skoðunar- ferð, húsin tvö, House of Commons og House of Lords skoðuð bæði. Skoðunar- ferðin endaði uppi í turni Big Ben. 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.