Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 14
og byggingarmál, vernd menningarverðmæta, mengunarvarnir, náttúruvernd og varðveisla og nýting náttúruauðlinda.27 Eru það, síðastnefndu atriðin tvö, sem hér verða öðru fremur til skoðunar. Þó eru mörk þarna á milli óljós og raun- verulega um margþætta skörun að ræða. Má í því sambandi benda á að einn þriggja meginþátta eða markmiða náttúruvemdar lýtur einmitt að skynsamlegri nýtingu og varðveislu náttúruauðlinda í víðtækri merkingu. Hinir meginþættir náttúruverndar snúa annars vegar að svokallaðri menningarlegri náttúruvernd, þ.e. varðveislu náttúmnnar í sem upprunalegastri mynd. Hins vegar er um svokallaða félagslega náttúruvernd að ræða, sem öðru fremur er fjallað um á sviði almannaréttar og kemur því ekki til frekari skoðunar hér.28 4.2 Vatnsréttindi Með vatnsréttindum er hér átt við slík réttindi í víðtækum skilningi, þannig að þar falla undir allar þekktar og raunhæfar nýtingarheimildir, þ.á m. nýting grunnvatns, straumvatns og stöðuvatna, nýting jarðhita, svo og orkunýtingar- réttur, bæði fallvatna og jarðhita. Heimildir fasteignareiganda ná í megin- atriðum til allra framangreindra nýtingarþátta. Því er á hinn bóginn þannig farið, að meðferð fasteignareiganda á vatnsréttindum sínum hefur frá fyrstu tíð sætt fjölþættum takmörkunum. Helgast það öðm fremur af hagsmunum þeirra aðila annarra, sem sama vatn nýta með einum eða öðrum hætti. Þær fjölþættu og margbreytilegu grenndarreglur, sem byggt er á við nýtingu vatnsréttinda, sbr. nú ákvæði vatnalaga nr. 15/1923, falla auðvitað að meira eða minna leyti saman við það réttarsvið, sem umhverfisrétturinn nær til, enda náinn skyldleiki og tengsl milli þessara tveggja sviða. Þetta hefur verið orðað svo, að á meðan nábýlisrétturinn sé staðbundinn umhverfisréttur sé umhverfisrétturinn alheims nábýlisréttur.29 Þannig má halda því fram, að einhver elsta umhverfisréttarregla íslensks og raunar norræns réttar sé hin forna regla 56. kapítula Landsleigu- bálks Jónsbókar: „að öll vötn skitli renna sem aðfornu hafi runnið“, en hana er nú að finna í 1. mgr. 7. gr. vatnalaga. 27 í frumvarpi að lögum um umhverfismál, sem lagt var fram á þingi veturinn 1988-89 segir einmitt í athugasemdum, að einn af hornsteinum umhverfisverndar sé skipuleg nýting náttúru- auðlinda, sem miðast við langtímahagsmuni þjóðarinnar, sbr. Alþt. 1988-89 A, bls. 2797. Ennfremur má benda á 2. gr. frumvarps til laga um lögfestingu nokkurra meginreglna umhverfisréttar o.fl., þar sem það er skilgreint sem eitt af markmiðum umhverfisverndar að stöðva eða draga úr ofnýtingu á náttúruauðlindum, sbr. Alþt. 1993-94 A, bls. 5045. 28 Sjá Gunnar G. Schram, sama rit, bls. 149-150. Um álitaefnið almennt sjá t.d. Gunnar G. Schram, sama rit, bls. 1-13, Pál Sigurðsson, „Nokkrir þættir íslenskrar umhverfislöggjafar". Lagaþœttir 1, Rvk 1993, bls. 226-227 og W. E. von Eyben, Milj0rettens grundbog, Kaupmannahöfn 1989, bls. 21-24. 29 Sjá nánar um þetta W. E. von Eyben: „Miljpret". Teinaer uden variation, Kaupmannahöfn 1992, bls. 94 og áfram. Sjá ennfremur grein sama höfundar: „Forholdet mellem klassisk jura og modem milj0ret“. Úlfljótur, 3.-4. tölublað 1985, bls. 189 og áfram. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.