Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Blaðsíða 53
innheimtuþóknun samkvæmt uppgjörinu hefði verið lægri en gjaldskrá lög- mannsins sagði til um. Um var að ræða vangreidda þóknun af vöxtum, vangreitt 30% álag vegna gagnaöflunar o.fl. og ógreiddar verðbætur og vexti á kostnað. I rökstuðningi dómsins segir að í tillögum lögmanns stefnanda að tjóns- uppgjöri til stefnda hafi ekki verið sett fram sérstaklega krafa um umrædda liði. Þá verði heldur ekki séð af gögnum málsins, að lögmaður stefnanda hafi við ákvörðun lögmannsþóknunar í uppgjöri til stefnda sett slíka kröfu fram. Síðan segir í dóminum: „I 2. mgr. 2. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur segir að héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanni sé rétt að áskilja sér hæfilegt endurgjald fyrir störf sín, þar á meðal hluta af fjárhæð máls, og hærra endur- gjald ef mál vinnst, en ef það tapast. Þóknun sú sem lögmaður stefnanda krafði stefnanda um við uppgjör tjóns hans byggist einvörðungu á útreiknuðum hagsmunum skv. gjaldskrá. Slíka kröfugerð var honurn aðeins heimilt að setja fram að hún teldist einnig sann- gjörn þóknun, skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 61/1942.1 málinu liggja ekki fyrir upp- lýsingar um vinnuframlag lögmanns stefnanda við rekstur máls þessa. Þá bendir ekkert til þess að þóknun til lögmannsins við tjónsuppgjörið hafi ekki verið hæfilegt endurgjald fyrir störf lögmannsins við málið. Ber að hafna kröfu stefnanda um að stefnda beri að greiða mismun þann sem stefnandi greiddi lögmanni sínum umfram það sem fram kemur í tjónsuppgjöri“. í 52. gr. norsku einkamálalaganna segir í lauslegri þýðingu, að bæði aðili og talsmaður hans geti krafist þess að dómurinn ákveði upphæðina til talsmanns- ins, hafi þeir ekki samið um annað. I 179. gr. sömu laga segir, að dómari ákveði málskostnað í dómi eða úrskurði. Við þá ákvörðun skuli gera greinarmun á því hvað dómurinn viðurkenni sem greiðslu fyrir vinnu aðila eða talsmanns hans og hvað sé annar málskostnaður. Aðalreglan samkvæmt norskum rétti er sú að miða skuli málskostnað við tímaútreikning. Lögmenn rökstyðja tímafjölda og ber lögmanni skylda til að nota ekki meiri tíma í mál en nauðsynlegt er og sanngjarnt. Eftir norskum rétti er því aðeins heimilt að miða málskostnað við hundraðshluta hagsmuna að það sé samkvæmt lögum eða opinberum ákvörðunum. Mat dómara á því hvort uppgefinn tímaljöldi sé eðlilegur er ekki alltaf auðvelt og getur það leitt til þess að lögmaður telji á sér brotinn rétt ef tímafjöldi er aðeins tekinn til greina að hluta. í áliti umboðsmanns í Noregi um þetta atriði hefur komið fram að rök- styðja skuli í dómi ef málskostnaður er lækkaður af þessum sökum og að lögmaður skuli eiga rétt á að tjá sig sérstaklega um þetta. I málskostnaðarreikningi úr norsku dómsmáli sem ég hef undir höndum vekur athygli að lögmaðurinn upplýsir dóminn um það hvað hann muni krefja skjólstæðing sinn um. „Kan jeg opplyse at jeg vil belaste min part með fplgende saksomkostninger“. Dómarinn tók reikninginn til greina með rökstuðningi. I dóminum er ekkert Ijallað um reikning lögmanns gagnaðilans en eftir kröfu lögmannsins hefði dómarinn einnig þurft að kveða á um þann kostnað. Komi 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.