Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Page 23
Umræddar friðlýsingar skera sig þó frá flestum þeirra takmarkana sem fjallað hefur verið um hér að framan, að því leyti, að rrkissjóður er eftir atvikum bóta- skyldur vegna þess tjóns, sem fasteignareigandi verður fyrir vegna friðlýsinga, sbr. 35. og 36. gr. náttúruverndarlaga. 5. NIÐURSTÖÐUR 5.1 Almennar niðurstöður Rétt er nú að skoða nokkur sameiginleg einkenni þeirra eignarréttarlegu takmarkana, sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Eins og áður hefur komið fram falla framangreindar takmarkanir að stærstum hluta innan þess sviðs umhverfisréttarins, sem lýtur að menningarlegri náttúruvernd og varð- veislu og nýtingu náttúruauðlinda. Það á þó ekki beinlínis við um þau ákvæði, sem lúta að vörnum gegn mengun vatns, auk þess sem ákvæði lax- og silungsveiðilöggjafarinnar eru nokkuð sér á báti, en auk friðunar og náttúru- vemdarsjónarmiða byggja þau jafnframt á arð- og tekjujöfnunarsjónarmið- um. Við nánari skoðun umræddra takmarkana sýnist mega flokka þær með eftirfarandi hætti: -Mörg eldri ákvæðin á þessu sviði falla nánast í flokk hreinna grenndar- reglna. -I öðrum tilvikum er um algert bann að rœða við tiltekinni nýtingu. -Önnur afnot og nýting er þrengd, t.d. með því að skilyrða hana leyfi stjórn- valda. -Enn fremur er um það að rœða að hrein athafnaskylda sé lögð á fast- eignareiganda. Skýr dæmi um slík ákvœði eru afvettvangi gróðurverndar- og skógrœktarlöggjafar. -Loks má minna á bann við því að skilja náttúruauðlindir og hlunnindifrá viðkomandi fasteign, hvort sem slíkar takmarkanir teljast vera umhverfis- réttarlegar takmarkanir eða ekki. í framhaldi af þessu er enn fremur ástæða til að minna á að framangreindar takmarkanir em að meginstefnu til bótalausar, hafi annars ekki verið sérstak- lega getið. Má raunar segja að bótaskylda, samkvæmt framangreindum lögum, einskorðist við hreina yfirfærslu eignarheimilda eða algert nýtingarbann, sem sett er þá beinlínis í þágu þriðja aðila. Þó koma til sérstakrar skoðunar í þessu sambandi bótaákvæði, sem veita a.m.k. vísbendingu um víðtækari bótarétt. í fyrsta lagi skal nefna í þessu sambandi ákvæði 8. gr. skógræktarlaga nr. 3/1955, þar sem gert er ráð fyrir bótarétti landeiganda, sem þarf að þola beitar- bann vegna gróðureyðingarhættu af völdum ofbeitar. Virðist ákvæði þetta að ýmsu leyti vera nokkuð á skjön við aðrar víðtækar og bótalausar takmarkanir gróðurverndarlöggjafarinnar. I öðru lagi er um að ræða bótaákvæði 36. gr. náttúruverndarlaga nr. 47/1971, sem samkvæmt orðalagi sínu veitir vísbendingu um víðtækan bótarétt fast- 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.