Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 61
Davíð Þór Björgvinsson. Barnaréttur. Bókaútgáfa Orators. 1995. 451 bls. Verð: 5.500 kr. í Bamarétti eftir Davíð Þór Björgvinsson prófessor er fjallað um viðfangs- efnið í 11 köflum. Meginefni bókarinnar er umfjöllun um barnalög og er höfuðáhersla lögð á þrjú viðfangsefni, þ.e. ákvörðun faðernis barna, forsjá og umgengnisrétt og framfærslu barna. I tengslum við þessi viðfangsefni eru sérstakir kaflar þar sem fjallað er um réttarheimildir barnaréttar, sögulega þróun löggjafar um málefni bama og grundvallaratriði bamaréttar. Þá er einnig fjallað sérstaklega um meðferð ágreiningsmála sem varða börn, bæði fyrir stjórn- sýslunni og fyrir dómstólum. Þá er að síðustu að finna sérstaka kafla í ritinu um lög um vernd bama og ungmenna og ættleiðingarlög, svo og umboðsmann bama. í formála segir höfundur ritið hafa verið samið með það í huga að það geti þjónað sem handbók fyrir lögmenn, lögfræðinga í þjónustu ríkis og sveitarfélaga og aðra þá sem þurfa starfa sinna vegna að kunna skil á löggjöf um málefni barna. Heimildaskrá, dómaskrá, skrá yfir álit umboðsmanns Alþingis, lagaskrá og atriðisorðaskrá fylgja. Réttindi barna á íslandi - Fyrsta skýrsla íslands um framkvœmd samnings Sameinuðu þjóðanna frá 20. nóvember 1989 um réttindi barnsins. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 1995. 96 bls. Verð: 570 kr. Skýrslan var unnin í samræmi við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 20. nóvember 1989, sem ísland er aðili að. Gerð er grein fyrir réttindum og stöðu barna samkvæmt íslenskri löggjöf og hvernig ákvæðum samningsins er fylgt í framkvæmd hér á landi. Meðal efnis má nefna ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að laga íslenska löggjöf að ákvæðum samningsins. Lýst er borgaralegum réttindum sem böm njóta samkvæmt lögum, fjallað er um réttarstöðu bama við skilnað og meðferð barnaverndar- mála, um rétt barna til heilsugæslu og félagslegrar aðstoðar og einnig er kafli um menntun, tómstundir og menningarmál barna. Loks er fjallað um rétt barna til vemdarráðstafana, t.d. ef þau komast í kast við lögin og um rétt til vemdar gegn hvers konar misnotkun. í viðauka er að finna umræddan samning um réttindi barnsins. Ármann Snœvarr. íslenskar dómaskrár 1995 á sviði persónuréttar, hjúskapar- og sambúðarréttar, barnaréttar og barnaverndarréttar og erfðaréttar. Iðunn. 1996. 271 bls. Verð: 4.030 kr. í bókinni er að finna reifanir á dómum Hæstaréttar frá upphafi til 1. júlí 1995 og auk þess á dómum Landsyfirréttarins 1802-1920. í bókinni eru dómarnir reifaðir í fimm sérstökum köflum; persónuréttur, hjúskaparréttur, sambúðar- réttur-óvígð sambúð, barnaréttur og barnaverndarréttur og erfðaréttur, og eru 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.