Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 17
skýrslunni enn ein taflan (tafla 4, ekki birt hér) sem gerði ráð fyrir að í öllum
tilvikum fylgdi réttur til greiðslna úr almannatryggingum. Niðurstaða slíkrar
framsetningar varð sú að stuðullinn þyrfti að vera á bilinu frá 6,4 - 10,6 svo að
bætur samkvæmt yngra kerfi teldust „fullar bætur“ miðað við eldra kerfi. Loks
var bent á að tjónabætur hafi í nokkrum dómum Hæstaréttar, þar sem fjallað var
um hátt örorkustig, verið ákveðnar með „hliðsjón“ af lífeyrisréttindum tjónþola.
8. NIÐURSTAÐA MEIRIHLUTANS
Niðurstöður meirihlutans fólust í heildarmati þeirra atriða, sem tilgreind voru
í töflum 3 og 4. Af þeim ástæðum sem áður eru raktar þótti ekki réttmætt að telja
bætur frá þriðja manni vega það mikið, að þær ættu að ráða miklu í niðurstöðum.
Til að viðhlítandi samræmi fengist milli bótauppgjöra samkvæmt nýju skaða-
bótalögunum og þess, sem gilti samkvæmt eldri reglum, taldi meirihlutinn rétt
að mæla með því, að margfeldisstuðull 1. mgr. 6. gr. laganna yrði ákveðinn 10,0.
Rétt er að árétta, að við mat sitt og samanburð bótakerfanna tók meirihlutinn
ekkert tillit til áhrifa breyttra reglna um örorkumöt, sem felast í skaðabóta-
lögunum. Fyrir liggur að breytingin á matsgrundvellinum, ein og sér, hefur haft
mikil áhrif til lækkunar skaðabótagreiðslna, einkum þar sem örorkustig er lágt.
Vakin skal athygli á, að skýrslan var samin við þær aðstæður, að tjónsuppgjör
fóru fram miðað við 6% afvöxtun framtíðartekna. Hefðu bætur eldra kerfisins
verið reiknaðar samkvæmt 4,5% afvöxtun, eins og dómur Hæstaréttar 30. mars
1995 kvað á um, hefðu bæturnar reiknast hærri og því leitt til enn hærri
margföldunarstuðuls en ella. Um þetta efni vísast nánar til síðari greinar.
9. VIÐHORF MINNIHLUTANS
Niðurstaða minnihluta nefndarinnar varð sú, að hann taldi ekki efni til að
breyta nýsettum skaðabótalögum að svo komnu og lýsir hann áliti sínu þannig:
Hann benti á að athuga þyrfti betur greiðslur frá þriðja manni til tjónþola við
samanburð bótakerfanna ásamt ákvæðum nýju skaðabótalaganna um þetta efni.
Eftir hinni almennu reglu skaðabótaréttarins bæri að draga frá heildartjóni fjár-
greiðslur frá þriðja manni sem væru afleiðingar tjóns. Við ákvörðun á margföld-
unarstuðli til útreiknings bóta fyrir varanlega örorku og missi framfæranda hefði
stuðullinn öðrum þræði verið ákveðinn með hliðsjón af því að tjónþolar héldu
almennt fullum rétti til skaðabótafjár samhliða óskertum rétti til greiðslna frá
almannatryggingum og vátryggjendum. Þá væri að finna örorkutryggingar hjá líf-
eyrissjóðunum. Hjá SAL-sjóðunum og fleiri sjóðum væri miðað við 40% örorku.
í málinu lægju fyrir ítarlegir útreikningar tryggingastærðfræðings á ýmsum
dæmum er sýndu breytingar á ráðstöfunartekjum tjónþola við slys, bæði til hækk-
unar og lækkunar, án þess að tillit væri tekið til greiðslu skaðabóta. í nýlegum
dómum Hæstaréttar hafi verið „höfð í huga“ eða „litið til“ þessa réttar til
örorkulífeyris við mat á bótum, þótt ekki væri komin festa á þá dómaframkvæmd.
Af þessum sökum beri að taka tillit til framanritaðs í samanburði bótakerfanna.
157