Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 40
segir að aðildarríki skuli tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í Ijós í öllum málum sem það varða, og skuli tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Skuli bami einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annað hvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. Þegar ekki gefst tími til að afla neinna viðbótargagna vegna þess að öllu máli skiptir að fá skjóta úrlausn er hugsanlegt að tekin verði ákvörðun um bráðabirgðaforsjá á grundvelli þeirra gagna sem þá liggja fyrir í málinu. Síðar kann að koma í ljós, samkvæmt upplýsingum sem eftir það hafa komið fram, að ekki samræmist hagsmunum bamsins að foreldrið sem fer með forsjá þess til bráðabirgða fari með hana þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni. Virðist í því tilfelli rétt að tekin verði ákvörðun um bráðabirgðaforsjá að nýju þannig að hinu foreldrinu verði falin forsjá barnsins til bráðabirgða. Verður það væntanlega gert á þeim grundvelli að aðstæður hafi breyst verulega en samkvæmt 36. gr. bamalaga verður ákvörðun um tilhögun á forsjá til bráðabirgða aðeins breytt að uppfylltum þeim skilmálum. 8, SÉRSTÖK VANDAMÁL VIÐ ÚRLAUSN Á KRÖFU UM FORSJÁ TIL BRÁÐABIRGÐA Rétt er að árétta enn frekar hvaða vandamál er helst við að glíma varðandi úrlausn á því hvort foreldranna skuli fara með forsjá barns til bráðabirgða. Verður því um nokkurs konar samantekt að ræða á því sem þegar hefur komið fram hér að framan. Aðal vandamálið varðandi ákvörðun á forsjá barns til bráðabirgða felst að verulegu leyti í því að vandasamt getur verið að ákveða hvaða tilhögun á forsjá er best fyrir barnið á meðan forsjárdeilan er óútkljáð. Það á sérstaklega við þegar gögn veita ekki miklar upplýsingar um foreldrana og barnið eða bömin, tengsl þeirra innbyrðis, hagsmuni barnanna og þarfir. Algengt er að valkostimir hafi bæði kosti og galla sem erfitt er að meta. í öllu falli verður þó að ætla að fyrir þurfi að liggja lágmarks upplýsingar. Hverjar þær ættu að vera í einstökum málum verður úrlausnaraðilinn að meta í hverju tilfelli eftir því sem á stendur. Vísast nánar um það til umfjöllunar á bls. 175 hér að framan. Telja verður að ekki séu fyrir hendi almennar reglur um það hverra gagna eigi að afla áður en ákvörðun er tekin um bráðabirgðaforsjá. Þegar litið er til þess að mjög einstaklingsbundið hlýtur að vera hvernig það verður metið hvað hverju einstöku bami sé fyrir bestu verður úrlausnaraðilinn að eiga frjálst mat á því hvernig rétt er að haga gagnaöflun í hverju máli. Hann á þó aðeins frjálst mat á því innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um. Honum er t.d. skylt að gefa barni kost á að tjá sig, sbr. 4. mgr. 34. gr. barnalaga og 12. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 18/1992. 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.