Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 40
segir að aðildarríki skuli tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til
að láta þær frjálslega í Ijós í öllum málum sem það varða, og skuli tekið
réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Skuli bami
einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða
stjórnvaldi sem barnið varðar, annað hvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns
eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um
málsmeðferð.
Þegar ekki gefst tími til að afla neinna viðbótargagna vegna þess að öllu máli
skiptir að fá skjóta úrlausn er hugsanlegt að tekin verði ákvörðun um
bráðabirgðaforsjá á grundvelli þeirra gagna sem þá liggja fyrir í málinu. Síðar
kann að koma í ljós, samkvæmt upplýsingum sem eftir það hafa komið fram,
að ekki samræmist hagsmunum bamsins að foreldrið sem fer með forsjá þess
til bráðabirgða fari með hana þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni. Virðist
í því tilfelli rétt að tekin verði ákvörðun um bráðabirgðaforsjá að nýju þannig
að hinu foreldrinu verði falin forsjá barnsins til bráðabirgða. Verður það
væntanlega gert á þeim grundvelli að aðstæður hafi breyst verulega en
samkvæmt 36. gr. bamalaga verður ákvörðun um tilhögun á forsjá til
bráðabirgða aðeins breytt að uppfylltum þeim skilmálum.
8, SÉRSTÖK VANDAMÁL VIÐ ÚRLAUSN Á KRÖFU UM FORSJÁ TIL
BRÁÐABIRGÐA
Rétt er að árétta enn frekar hvaða vandamál er helst við að glíma varðandi
úrlausn á því hvort foreldranna skuli fara með forsjá barns til bráðabirgða.
Verður því um nokkurs konar samantekt að ræða á því sem þegar hefur komið
fram hér að framan.
Aðal vandamálið varðandi ákvörðun á forsjá barns til bráðabirgða felst að
verulegu leyti í því að vandasamt getur verið að ákveða hvaða tilhögun á forsjá
er best fyrir barnið á meðan forsjárdeilan er óútkljáð. Það á sérstaklega við
þegar gögn veita ekki miklar upplýsingar um foreldrana og barnið eða bömin,
tengsl þeirra innbyrðis, hagsmuni barnanna og þarfir. Algengt er að valkostimir
hafi bæði kosti og galla sem erfitt er að meta. í öllu falli verður þó að ætla að
fyrir þurfi að liggja lágmarks upplýsingar. Hverjar þær ættu að vera í einstökum
málum verður úrlausnaraðilinn að meta í hverju tilfelli eftir því sem á stendur.
Vísast nánar um það til umfjöllunar á bls. 175 hér að framan.
Telja verður að ekki séu fyrir hendi almennar reglur um það hverra gagna eigi
að afla áður en ákvörðun er tekin um bráðabirgðaforsjá. Þegar litið er til þess
að mjög einstaklingsbundið hlýtur að vera hvernig það verður metið hvað
hverju einstöku bami sé fyrir bestu verður úrlausnaraðilinn að eiga frjálst mat
á því hvernig rétt er að haga gagnaöflun í hverju máli. Hann á þó aðeins frjálst
mat á því innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um. Honum er t.d. skylt að
gefa barni kost á að tjá sig, sbr. 4. mgr. 34. gr. barnalaga og 12. gr. Samnings
Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 18/1992.
180