Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 51
stjórnar EB, eftirlit, hópundanþágur, ríkisstyrki, undirboð og loks samkeppnis- reglur EES og íslenska samkeppnislöggjöf. Bókinni fylgja mála- og heimilda- skrár. Einar Benediktsson, Ketill Sigurjónsson, Sturla Pálsson. Upphaf Evrópusamvinnu Islands. Alþjóðamálastofiiun Háskóla Islands. 1994. 158 bls. Verð: 2.495 kr. Bókin Upphaf Evrópusamvinnu íslands skiptist í þrjá hluta. í fyrsta hlutanum fjallar Einar Benediktsson sendiherra um störf sín hjá OEEC í París árin 1956- 1960, og rekur þar m.a. framvindu samvinnunnar sem leiddi til afnáms þeirra viðskiptagirðinga er einangruðu öll ríki Evrópu eftir síðari heimstyrjöldina. í öðrum hluta bókarinnar fjallar Ketill Sigurjónsson lögfræðingur um mikilvægi OEEC við lausn fiskveiðideilna Breta og Islendinga, en hlutinn nefnist Skjölin í Flórens. í þriðja hluta bókarinnar fjallar Sturla Pálsson hagfræðingur um eðli viðskiptahafta og afleiðingar þeirra. ísland og Evrópusambandið. Skýrsla fjögurra stofnana Háskóla Islands. Háskóla- útgáfan. 1995. 336 bls. Verð: 3.150 kr. Árið 1994 fól utanríkisráðuneytið nokkrum stofnunum Háskóla íslands að kanna ýmis atriði í samskiptum íslands og ESB og þær breytingar, sem orðið gætu í þessum samskiptum, ef í stað aðildar að EES kæmi til inngöngu íslands í ESB. í ritinu er að finna skýrslur fjögurra stofnana HÍ, þ.e. Alþjóða- málastofnunar, Félagsvísindastofnunar, Hagfræðistofnunar og Sjávarútvegs- stofnunar. I skýrslu Alþjóðamálastofnunar er m.a. fjallað um hvaða afleiðingar breyttar forsendur í samstarfi Evrópuþjóða síðustu árin hafi fyrir hagsmuni íslands í utanríkismálum. Skýrsla Hagfræðistofnunar fjallar m.a. um áhrif reglna ESB á íslenskan landbúnað ef til aðildar íslands að ESB kæmi. Skýrsla Sjávarútvegsstofnunar fjallar m.a. um styrkjakerfi ESB í sjávarútvegi og í skýrslu Félagsvísindastofnunar eru bornir saman möguleikar Islands til að hafa áhrif á ákvarðanir í málefnum sem varða helstu hagsmuni íslendinga, annars vegar sem aðili að EES og hins vegar sem fullgildur aðili að ESB. 2.4 Félagaréttur Magnús Thoroddsen. Dómar í félagarétti 1968-1988. Námssjóður Lögmannafélags íslands. 1990. 61 bls. 1.455 kr. í bókinni Dómar í félagarétti 1968-1988 eru í sjö köflum reifaðir dómar á réttarsviðinu. í fyrsta kafla eru dómar varðandi byggingarsamvinnufélög, í öðrum kafla dómar Félagsdóms, í þriðja kafla eru dómar varðandi félags- réttindi, í fjórða kafla dómar varðandi hlutafélög og sameignarfélög eru í fimmta kafla, samlagsfélög í þeim sjötta og samvinnufélög í þeim sjöunda. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.