Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 56
2.6 Refsiréttur
Jónatan Þórmundsson. Viðurlög við afbrotum. Bókaútgáfa Orators. 1992. 381 bls.
Verð: 5.585 kr.
Rit Jónatans Þórmundssonar prófessors, Viðurlög við afbrotum, skiptist í 10
þætti. I fyrsta þætti er lýst helstu einkennum viðurlagakerfisins, baksviði og
þróun, bæði hér á landi og almennt á Vesturlöndum. I öðrum þætti er fjallað um
inntak refsingar, réttlætingu hennar og markmið og flokkun og samanburð
viðurlaga. Fjallað er um refsivist og refsivistarstofnanir í þriðja þætti, öryggis-
gæslu og önnur úrræði í fjórða þætti. Fimmti þáttur fjallar um frádrátt gæslu-
varðhaldsvistar, sá sjötti um fésektir og sektafullnustu, sjöundi um ákvörðun
refsingar, áttundi um ítrekun og níundi um brotasamsteypu. Tíundi og síðasti
þáttur bókarinnar fjallar um lok refsiábyrgðar og brottfall viðurlaga. Bókinni
fylgja atriðisorðaskrá, lagaskrá, dómaskrá og heimildaskrá.
Jónatan Þórmundsson og Ragnheiður Harðardóttir. Alþjóðlegur refsiréttur - safn
alþjóðasamninga, laga og reglugerða. 3 fjölrit. 1995. 445 bls. Verð: 1. bók 1.720 kr.,
2. bók 1.590 kr., 3. bók 2.260 kr.
I þremur fjölritum hafa Jónatan Þórmundsson prófessor og Ragnheiður
Harðardóttir lögfræðingur tekið saman safn helstu alþjóðasamninga, íslenskra
laga og reglugerða ásamt nokkru efni til viðbótar, í tilefni af námskeiði í
alþjóðlegum refsirétti við lagadeild HI. I fyrsta heftinu er annars vegar að finna
samninga o.fl. varðandi alþjóðlega réttaraðstoð í sakamálum og hins vegar
varðandi hópmorð, pyndingar og aðra glæpi gegn grundvallarmannréttindum. í
öðru heftinu er annars vegar að finna samninga o.fl. varðandi glæpi gegn friði,
stríðsglæpi og aðra glæpi gegn mannúð og mannúðarlögum og hins vegar
samninga o.fl. varðandi hryðjuverk, flugrán og gíslatöku. í þriðja og síðasta
heftinu er að finna samninga o.fl. varðandi fíkniefnaviðskipti og peningaþvætti.
Jónatan Þórmundsson. Afbrot og refsiábyrgð - 1. og 2. hluti. Fjölrit. 1995. Samtals
224 bls. Verð: 1. hluti 3.135 kr.
í fjölritunum Afbrot og refsiábyrgð, 1. og 2. hluta, er fjallað um almenna
hluta refsiréttarsins. I fyrsta hluta er fjallað í inngangi um sakfræði og skyldar
greinar, hugtakið refsirétt, grundvallarhugtök refsiréttar, réttarheimildir o.fl. Þá
er gerð ítarleg grein fyrir hugtakinu afbrot, þar sem er að finna umfjöllun um
formkönnun afbrotahugtaksins, efniskönnun afbrotahugtaksins og refsiskilyrði
tengd verknaðarlýsingu. Þá er fjallað um brotaeindir og flokkun afbrota, tilraun
til afbrota og afturhvarf og loks hlutdeild í afbrotum og samverknað. í öðrum
hluta er fjallað um refsiheimildir og refsinæmi, skýringu refsilaga, ólögmæti og
hlutrænar refsileysisástæður, neyðarvörn, neyðarrétt, samþykki og loks lög-
mæta sjálftöku og gertæki.
196