Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 71
í bókum Páls Sigurðssonar prófessors, Lagaþættir, er að finna safn greina af
ýmsum réttarsviðum. í fyrstu bókinni er að finna sautján greinar. Tólf af þeim
fjalla um margvísleg efni úr fjármunarétti: tvær þeirra eru um eignarrétt yfir
landi, aðrar um valin efni úr almennum samningarétti og kauparétti, svo sem
um sérstæðar og/eða víðtækar ógildingarheimildir samningaréttar, og enn aðrar
um tilteknar tegundir samninga, svo sem um fjármögnunarleigu, gjafagerninga,
samninga um lán til afnota og geymslusamninga. Þá er þar að finna grein um
fyrningu bótaréttar vegna galla í seldum húsum og í byggingarefni, en tvær
greinar hafa að geyma gagnrýni á hæstaréttardóma um álitaefni á sviði
fjármunaréttar. Tvær greinar eru af vettvangi umhverfisréttar og jafnframt
greinar um valin efni úr stjómskipunarrétti, almennri lögfræði og þjóðarétti.
Lagaþættir II er safn 19 greina. Átta greinar fjalla um erlendan rétt og
samanburðarlögfræði. Aðrar greinar fjalla um margvísleg lögfræðileg og
réttarsöguleg málefni. Nefna má ítarlega umfjöllun um þróun bótaréttar og
sönnunarréttar og um misneytingu sem ógildingarástæðu í samningarétti. Þá er
í bókinni grein um sögustefnuna í þýskri lögfræði og áhrif hennar og jafnframt
þættir um merka fræðimenn.
Lagaþættir III er safn 27 greina sem flestar fjalla um efni sem tengist
fjármunarétti. Tólf greinar eru frumbirtar en aðrar greinar hafa birst áður, en eru
rækilega endurskoðaðar af höfundi. I fyrri hluta bókarinnar em sextán greinar
um sjórétt og skyld efni. Má þar m.a. nefna greinar um galla í skipakaupum og
réttaráhrif þeirra, samninga um nýsmíði og viðgerðir á skipum, rekstrarábyrgð
útgerðarmanns, skipaleigusamninga, um alþjóðasáttmála varðandi björgun
skipa og grein varðandi lagaskilareglur á sjóréttarsviði. í síðari hluta bókarinnar
era m.a. greinar um margvísleg efni á sviði fjármunaréttar, einkum samninga-
og kauparéttar. Má þar nefna greinar um nýmæli í kauparétti, skaðsemisábyrgð,
neytendalán og lánsviðskipti og um ný lög um framkvæmd útboða. Einnig er
fjallað um dóma Hæstaréttar varðandi skuldbindingargildi samninga, um
beitingu 36. gr. samningalaga, greinar um réttarvemd einkalífs, um réttarstöðu
íslensku þjóðkirkjunnar og um mannanöfn og nafnrétt.
Afmœlisrit Gaukur Jöruudsson sextugur 24. september 1994. Bókaútgáfa Orators.
1994. 667 bls. Verð: 4.700 kr.
í bókinni er að finna 25 greinar af ýmsum fræðisviðum. Þær eru: Er bóta-
ábygð hins opinbera vegna gáleysis starfsmanna þrengri en vinnuveitenda-
ábyrgð almennt e. Arnljót Bjömsson, Fjölskylda og fjölskyldulíf í ljósi 8. og 12.
gr. mannréttindasáttmála Evrópu e. Ármann Snævarr, Einkaréttaráhrif Mann-
réttindasáttmála Evrópu og skyldur ríkja til athafna skv. sáttmálanum e. Björgu
Thorarensen, Hugleiðingar um framsal ákvörðunarvalds stjómsýslunefnda e.
Bjöm Þ. Guðmundsson, Evropakonventionens inkorporering med svensk rátt e.
Hans Danelius, Evrópuréttur og vernd grundvallarréttinda e. Davíð Þór Björg-
211