Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 65
Sigurður Líndal. Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Islands.
Úlfljótur/RÖST. 1992. 224 bls.
Rit Sigurðar Líndals prófessors um stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og
stjórnskipan íslands skiptist í tvo meginþætti. I hinum fyrri er skipan mála lýst
í gildistíð laga nr. 15/1979, en í hinum síðari í gildistíð laga nr. 46/1985.
Viðfangsefni ritsins er að lýsa reglum umræddra laga og meta hvort þær fái
staðist gagnvart stjómlögum. Ritið er í bókarformi og var gefið út sem fylgirit
með tímaritinu Úlfljóti. Rita- og heimildaskrá fylgir.
Ágúst Þór Árnason. Mannréttindi. Rauði kross íslands. 1994. 76 bls.
I bókinni Mannréttindi fjallar Ágúst Þór Árnason, forstöðumaður Mannrétt-
indaskrifstofu Islands, um mannréttindi og sögu þeirra. I fyrsta hluta bókarinnar
er fjallað um mannréttindi, þar sem í sjö undirköflum er m.a. fjallað um mann-
réttindi og réttarríki, lög og siðferði og mannréttindi og lög. I öðrum hluta er
fjallað um sögu mannréttinda frá forsögulegum tíma til okkar tíma. I þriðja
hluta er gerð grein fyrir ástandinu í einstökum heimshlutum og í fjórða hluta er
fjallað um mannréttindi í alþjóðalögum. í viðauka fylgja Mannréttindayfirlýs-
ing SÞ, Yfirlýsing Allsherjarþings SÞ um réttindi barnsins og mannréttinda-
ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar.
Gunnar G. Schram og Ólafur Jóhannesson. Stjórnskipun íslands - Fyrri hluti,
endurskoðuð útgáfa. Háskólaútgáfan. 1994. 253 bls. Verð: 3.465 kr.
Bók Ólafs Jóhannessonar prófessors, Stjórnskipun íslands, kom út árið 1960.
Bókin kom út í endurskoðaðri útgáfu Gunnars G. Schram 1978, og sökum
stjórnarskrárbreytinga 1984 og 1991 var á ný ráðist í endurskoðun á ritinu.
Fram kemur í formála bókarinnar að upprunalegum texta sé haldið að mestu
óbreyttum í upphafi bókarinnar þar sem fjallað er um höfuðeinkenni stjóm-
skipunarinnar og réttarheimildir, en aðrir kaflar hafi verið endursamdir að meira
eða minna leyti. í bókinni er fjallað um aðaldrætti og grundvöll íslenskrar
stjómskipunar, íslenskt yfirráðasvæði, landhelgina, efnahagslögsöguna og
landgrunnið, íslenska ríkisborgara, handhafa ríkisvalds, ráðherra og ráðherra-
ábyrgð, þingkosningar, störf og starfshætti Alþingis og að síðustu um dómstóla.
Gunnar Helgi Kristinsson. Þróun íslensku stjórnarskrárinnar. Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands. 1994. 152 bls. Verð: 1.460 kr.
í bók Gunnars Helga Kristinssonar, dósents í stjórnmálafræði, er fjallað um
þróun íslensku stjórnarskrárinnar. Hann fjallar um þróun nútímaríkis og
stjórnarskrá þess með það fyrir augum að setja íslensku stjórnarskrána í
sögulegt samhengi. Þá fjallar hann um þróun íslensku stjórnarskrárinnar frá
1874 og þær umræður sem átt hafa sér stað um hana. Hann fjallar um hlutverk
205