Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 35
við hitt foreldrið á meðan forsjárdeilan er enn óútkljáð þar sem mikilvægt er á þessu tímabili að báðum foreldrum gefist kostur á að rækja samband sitt við bamið.15 Akvörðun um bráðabirgðaforsjá getur því verið byggð á mati á þessu atriði. I máli nr. B-2/1997 sem rekið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kröfðust báðir foreldrar forsjár þriggja bama til bráðabirgða, þar til endanlegur dómur gengi um forsjá bamanna. I úrskurði dómsins frá 6. mars 1997 kemur fram að móðirin hafði verið aðal umönnunaraðili bamanna frá fæðingu þeirra. Hún var flutt af heimilinu með tvö elstu bömin þegar úrskurðurinn var kveðinn upp en yngsta bamið hafði þá verið hjá föður barnanna í nokkra mánuði. Fram kom við skýrslutökur aðila fyrir dóminum að móðirin hafði ekki fengið að umgangast yngsta bamið nema að takmörkuðu leyti. I úrskurðinum segir að þegar litið væri til ungs aldurs barnsins þætti það ekki þjóna hagsmunum þess og þörfum að vera haldið frá móður sinni sem hafði annast barnið mest frá fæðingu og frá systkinum sínum sem barnið hafði alist upp með. Þegar litið væri til þess sem fram hefði komið í málinu þótti móðirin einnig líklegri til að rækja umgengnisrétt föður við börn sín en það þótti draga úr þeirri röskun sem annars kynni að verða á högum yngsta bamsins við að móðirin fengi forsjá þess til bráðabirgða. Varðandi eldri börnin þótti varhugavert að raska þeirri skipan sem þá var á dvalarstað og högum þeirra enda höfðu þau fengið að umgangast föður sinn frá því deilur foreldra hófust um forsjá bamanna. Var móðurinni falin forsjá bamanna til bráðabirgða. Þessi dæmi sýna aðeins hvað getur skipt máli við mat á einstökum atriðum. Við úrlausn á því hvernig forsjá barns verði hagað til bráðabirgða þarf hins vegar, eins og alltaf þegar forsjá bams er ákveðin, að hafa í huga öll þau atriði sem geta skipt máli. Brýnt er að úrlausnaraðilinn sem ber ábyrgð á því að málið sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin hugi sérstaklega að því að fullnægjandi gagna verði aflað. Einnig þarf hann að hafa yfirsýn yfir það sem máli skiptir fyrir barnið sem um ræðir í hverju tilfelli, skilja hverjar þarfir bamsins em og hvernig þeim verði mætt. Hann þarf að gera sér grein fyrir því hvemig málið er í raun vaxið, hver vandamálin eru varðandi þá kosti sem fyrir hendi era varðandi tilhögun á forsjá til bráðabirgða og hvernig hin einstöku atriði verða vegin og metin þegar ákvörðun er tekin.16 15 Þetta kemur fram í Barnarétti eftir Davíð Þór Björgvinsson á bls. 206. 16 Sjá í þessu sambandi Gagnaöflun í forsjármálum á bls. 59 eftir Sigríði Ingvarsdóttur en þar segir: „Oft er vandasamt að leysa úr því hvaða atriði hafí þýðingu fyrir þá úrlausn sem um er að ræða. Niðurstaðan veltur oft á því hvemig mismunandi valkostir eru metnir. Málið getur þannig ráðist af vali dómsins á því hvað skiptir mestu máli fyrir viðkomandi bam. Einnig gæti komið til álita að ákveðin tilhögun á forsjá geti ekki verið góður kostur fyrir bamið. Þá getur samspil einstakra þátta haft áhrif á niðurstöðu í málinu. Eitt eða fleiri atriði geta t.d. haft áhrif á mat á öðmm þáttum“. Sjá einnig bls. 86 í sama riti þar sem fjallað er um faglega þekkingu og reynslu sérfræðinga í forsjármálum. 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.