Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 37
7. GAGNAÖFLUN Þegar krafa hefur komið fram um bráðabirgðaforsjá ber úrlausnaraðila að sjá til þess að fullnægjandi gögn liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin. Þetta er í samræmi við almennu regluna sem gildir um gagnaöflun í forsjármálum. Hins vegar verður að gera ráð fyrir því að ákvarðanir um gagnaöflun verði ekki sambærilegar þegar forsjá barns er ákveðin annars vegar og þegar tekin er ákvörðun um forsjá til bráðabirgða hins vegar. I sumum tilfellum verður þó að hafa í huga hinar almennu reglur en jafnframt þarf að skilgreina hvernig gagnaöflun getur verið öðruvísi þegar taka þarf ákvörðun um forsjá til bráðabirgða. Ljóst er að sérsjónarmið hljóta að gilda um gagnaöflun vegna slíkrar úrlausnar sem hafa verður í huga þegar ákveðið er hvernig hún skuli fara fram. Eins og áður hefur komið fram verður bráðabirgðaforsjá ákveðin eftir því sem bami er fyrir bestu. sbr. 36. gr. bamalaga. Þetta er í samræmi við almennu regluna sem fram kemur í 2. mgr. 34. gr. barnalaga um að forsjá barns verði ákveðin eftir því sem bami sé fyrir bestu. Því má segja að í öllum tilvikum þurfi að afla þeirra gagna sem nauðsynleg em til að unnt sé að taka ákvörðun sem samræmist hagsmunum barnsins. í máli nr. B-8/1994 sem rekið var fyrir Héraðsdómi Reykjavrkur tók dómarinn þá ákvörðun í þinghaldi þann 18. nóvember 1994 að afla sálfræðiskýrslna varðandi báða málsaðila. Einnig var ákveðið að beiðni móður að óska eftir að sálfræðingur kannaði tengsl bamsins sem deilt var um við foreldra. Þá taldi dómarinn rétt að kannað yrði líkamlegt og andlegt ástand bamsins og var leitað til heilsugæslulæknis í því sambandi. Dómarinn taldi ennfremur nauðsynlegt að afla læknisvottorðs vegna móðurinnar og lagði fyrir hana að afla þess samkvæmt 2. mgr. 60. gr. barnalaga. Stefnda boðaði að hún myndi leggja fram umsögn félagsráðgjafa. í þinghaldi þann 3. mars 1995 lágu umrædd gögn fyrir. Málsaðilar lýstu því yfir í þinghaldinu að þeir féllu frá kröfum um bráðabirgðaforsjá og féll þá sá þáttur málsins þar með niður. Úrlausnaraðila ber að meta eftir því sem á stendur hverra gagna þurfi að afla en hér verður að játa að það mat getur verið erfitt. I sumum tilfellum eru kallaðir til sérfróðir meðdómsmenn til setu í dómi samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.17 Hlutverk sérfróðra meðdómsmanna er m.a. að ákveða ásamt dómsformanni hvemig gagnaöflun verður háttað.18 Ekki 17 í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. nóvember 1996 í máli nr. B-15/1996 kemur fram að dómari málsins hafði ákveðið að dæma aðalmálið, þ.e. forsjármálið, með sérfróðum meðdómsmönnum. Dómarinn ákvað ennfremur að hinir sérfróðu meðdómsmenn tækju einnig sæti við meðferð á kröfu sóknaraðila um bráðabirgðaforsjá. Einnig hafa sérfróðir meðdóms- menn setið í dóminum í öðrum málum þegar ákvörðun var tekin um bráðabirgðaforsjá en það er þó sjaldgæft. 18 Sbr. Sigríður Ingvarsdóttir: Gagnaöflun í forsjármálum, bls. 39-40. 177
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.