Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 51
stjórnar EB, eftirlit, hópundanþágur, ríkisstyrki, undirboð og loks samkeppnis- reglur EES og íslenska samkeppnislöggjöf. Bókinni fylgja mála- og heimilda- skrár. Einar Benediktsson, Ketill Sigurjónsson, Sturla Pálsson. Upphaf Evrópusamvinnu Islands. Alþjóðamálastofiiun Háskóla Islands. 1994. 158 bls. Verð: 2.495 kr. Bókin Upphaf Evrópusamvinnu íslands skiptist í þrjá hluta. í fyrsta hlutanum fjallar Einar Benediktsson sendiherra um störf sín hjá OEEC í París árin 1956- 1960, og rekur þar m.a. framvindu samvinnunnar sem leiddi til afnáms þeirra viðskiptagirðinga er einangruðu öll ríki Evrópu eftir síðari heimstyrjöldina. í öðrum hluta bókarinnar fjallar Ketill Sigurjónsson lögfræðingur um mikilvægi OEEC við lausn fiskveiðideilna Breta og Islendinga, en hlutinn nefnist Skjölin í Flórens. í þriðja hluta bókarinnar fjallar Sturla Pálsson hagfræðingur um eðli viðskiptahafta og afleiðingar þeirra. ísland og Evrópusambandið. Skýrsla fjögurra stofnana Háskóla Islands. Háskóla- útgáfan. 1995. 336 bls. Verð: 3.150 kr. Árið 1994 fól utanríkisráðuneytið nokkrum stofnunum Háskóla íslands að kanna ýmis atriði í samskiptum íslands og ESB og þær breytingar, sem orðið gætu í þessum samskiptum, ef í stað aðildar að EES kæmi til inngöngu íslands í ESB. í ritinu er að finna skýrslur fjögurra stofnana HÍ, þ.e. Alþjóða- málastofnunar, Félagsvísindastofnunar, Hagfræðistofnunar og Sjávarútvegs- stofnunar. I skýrslu Alþjóðamálastofnunar er m.a. fjallað um hvaða afleiðingar breyttar forsendur í samstarfi Evrópuþjóða síðustu árin hafi fyrir hagsmuni íslands í utanríkismálum. Skýrsla Hagfræðistofnunar fjallar m.a. um áhrif reglna ESB á íslenskan landbúnað ef til aðildar íslands að ESB kæmi. Skýrsla Sjávarútvegsstofnunar fjallar m.a. um styrkjakerfi ESB í sjávarútvegi og í skýrslu Félagsvísindastofnunar eru bornir saman möguleikar Islands til að hafa áhrif á ákvarðanir í málefnum sem varða helstu hagsmuni íslendinga, annars vegar sem aðili að EES og hins vegar sem fullgildur aðili að ESB. 2.4 Félagaréttur Magnús Thoroddsen. Dómar í félagarétti 1968-1988. Námssjóður Lögmannafélags íslands. 1990. 61 bls. 1.455 kr. í bókinni Dómar í félagarétti 1968-1988 eru í sjö köflum reifaðir dómar á réttarsviðinu. í fyrsta kafla eru dómar varðandi byggingarsamvinnufélög, í öðrum kafla dómar Félagsdóms, í þriðja kafla eru dómar varðandi félags- réttindi, í fjórða kafla dómar varðandi hlutafélög og sameignarfélög eru í fimmta kafla, samlagsfélög í þeim sjötta og samvinnufélög í þeim sjöunda. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.