Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 9
einhverjum breytingum. Þó að flestar þessar breytingar séu minni háttar þá eru líka
dæmi þess að þingnefndir breyti stjórnarfrumvörpum verulega. Vissulega fær ríkis-
stjóm í gegn þau mál sem varða grundvallarstefnu hennar, t.d. varðandi efnahags- og
atvinnumál. I slíkum málum gerir Alþingi yfirleitt litlar breytingar.
I fjölda annarra mála hefur þingið hins vegar verulegt svigrúm til breytinga jafnvel
þó að um meiriháttar stjómarfrumvarp sé að ræða. Oft er þá um að ræða mál sem
þingmenn eru sammála að setja þurfi löggjöf um (t.d. bamalög, tölvulög og lög um
umhverfismat). Slík mál hafa tekið verulegum breytingum í meðferð Alþingis. Um
þessi mál er hins vegar mun minna fjallað í fjölmiðlum meðan pólitísku átakamálin
em í sviðsljósinu.
Þessi atriði em dregin fram til að undirstrika að þó að hin pólitísku tengsl Alþingis
og framkvæmdarvalds takmarki pólitískt svigrúm þingsins er fjarri raunveruleikanum
að lýsa Alþingi þar með sem handbendi eða afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdar-
valdið.
Olafur nefnir fjögur atriði í grein sinni sem hann segir hafa styrkt stöðu lög-
gjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu á síðustu árum. I fyrsta lagi aukna
möguleika þingsins til eftirlits með framkvæmdavaldinu vegna aukins valds
þingnefnda; ekki sé lengur hægt að svipta þingmenn umboði þeirra með þing-
rofi; möguleikar framkvæmdavaldsins á því að setja bráðabirgðalög hafi verið
minnkaðir því að þingið sitji allt árið og skrifstofa þingsins hafi verið efld.
í framhaldi af þessu lýsir Ólafur síðan tilhneigingum framkvæmdavaldsins
til að hafa bein afskipti af stofnunum Alþingis, ríkisendurskoðun, umboðs-
manni Alþingis og Alþingi sjálfu og nefnir dæmi þar um sem ekki verða rakin
hér. Óþarft er að lýsa afstöðu forseta Alþingis til þessara tilhneiginga en þær
segja væntanlega sína sögu.
Forseti Alþingis er eðlilega sá sem þekkir stöðu þingsins manna best. Annað
mál er það hvort staða hans gerir honum ekki erfitt fyrir með að lýsa henni fylli-
lega hlutlægt. Það er auðvitað rétt að þingið hefur lokaorð um það hver frum-
vörp ná fram að ganga og hver ekki. En hvað gerist ef þingið fellir frumvarp
ríkisstjómar eða gerir á því verulegar breytingar sem em ráðherrum ekki að
skapi? Er ríkisstjórnin þá ekki jafnframt fallin, a.m.k. ef frumvarpið skiptir ein-
hverju máli? Veitir þingið því framkvæmdavaldinu nokkurt annað raunverulegt
aðhald en með því valdi að geta fellt ríkisstjórn sem það hefur komið á fót ef
því býður svo við að horfa og ræður framkvæmdavaldið því ekki nánast alfarið
hver lög em sett? Þetta er ef til vill full mikil alhæfing, en það er samt ekki mjög
fjarri lagi að segja að sú sé staða mála að ríkisstjórn með forsætisráðherra í
broddi fylkingar fari í raun bæði með handhöfn framkvæmdavalds og löggjaf-
arvalds í flestu því sem einhverju máli skiptir.
Þótt ekki verði rætt hér um hlutverk stjórnarandstöðunnar þá getur hún
vissulega veitt framkvæmdavaldinu eitthvert aðhald hafi hún burði til þess.
I þessu samhengi má aðeins líta á fjárstjómarvald þingsins sem kennt er að
sé eitt af því sem geri Alþingi að valdamestu stofnun þjóðfélagsins. Hvemig er
því í raun háttað? Fjármálaráðherra semur framvarp til fjárlaga sem síðan er
3