Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 58
öðrum forgöngu um að stofna gegn kvótakerfinu,54 Valdimar Jóhannesson, líkir Davíð Oddssyni forsætisráðherra við ýmsa blóðugustu böðla tuttugustu aldar, svo sem Adolf Hitler, Jósep Stalín og Ídí Amín.55 Sverrir Hermannsson, fyrr- verandi bankastjóri, segir, að kvótakerfið sé „vitfirring“, og hefur hann stofnað sérstakan stjórnmálaflokk, Frjálslynda flokkinn, í þeim tilgangi að hnekkja því. Þessir menn og skoðanabræður þeirra hafa kallað útgerðarmenn „sægreifa“ og verslun þeirra með veiðiheimildir „kvótabrask“.56 Það er ljóst af þessum stór- yrðum og mörgu öðru, að kvótakerfið er afar umdeilt. Þetta kemur réttlætinu við að því leyti, að réttlæti er eða á að vera það, sem bindur menn saman í eina heild.57 Réttlætið á að sameina, ekki sundra. Það felst í þeim lágmarksdygðum, sem gera fólki kleift að búa saman. Þá vaknar fróðleg spuming: Hefði eitthvert annað kerfi til lausnar ofveiði- vandanum stuðlað að meiri friði? Um það má efast. Þegar litið er til annarra landa, blasir við, að mestum erfiðleikum er þar bundið að fá hagsmunaaðila í sjávarútvegi til að sætta sig við skynsamlega stjórn fiskveiða. Þar er fiskiskipa- flotinn víðast allt of stór, fiskistofnar í bráðri hættu og afkoma útgerðarfyrir- tækja mjög slæm. Nægir að minna á, hvemig farið hefur fyrir Færeyjum, Ný- fundnalandi og sjávarútvegi í ríkjum Nýja Englands. Islendingar hafa náð betri tökum á stjórn fiskveiða en nokkur önnur þjóð, vegna þess að hér voru útgerð- armenn hafðir með í ráðum. Hugsum okkur, að svo hefði ekki verið, heldur hefði ríkið til dæmis boðið upp veiðiheimildir á íslandsmiðum. Þá hefði skollið á sannkallað þorskastríð á þurru landi, hatrammar deilur orðið, vafalaust ein- hverjar hinar hörðustu á öldinni. Kvartanir ýmissa áhugamanna um það, að fá- mennum hópi hafi verið afhentar veiðiheimildirnar endurgjaldslaust, em satt að segja eins og hvísl í samanburði við það neyðaróp, sem heyrst hefði, þegar að- gangur hefði skyndilega verið takmarkaður að fiskimiðunum og helmingur útgerðarfyrirtækja orðið gjaldþrota. Hagkerfið íslenska hefði þá riðað til falls. Það kann að hljóma undarlega í miðjum stóryrðaflaumnum um kvótakerfið, sérstaklega hina upphaflegu úthlutun veiðiheimilda án endurgjalds, að ein meginrökin fyrir því eru einmitt, að það var betur til þess fallið að varðveita 54 Andstaða við kvótakerfið var jafnvel gert að baráttumáli fyrir forsetakjör 1996, sjá Valgerði Bjamadóttur: „Pétur Hafstein - ópólitískur forseti" í Morgunblaðinu 26. júní 1996. Valgerður, sem var kosningastjóri Péturs Hafsteins, sagði þar: „Dómarinn Pétur skilaði sératkvæði í Hæstarétti um kvótann. Hann sagði það grundvallarreglu í lögum landsins, að fiskurinn í sjónum sé eign þjóðarinnar. Þess vegna væri ekki hægt að borga mönnum, sem einhvem tíma áttu skip, fyrir nýjan kvóta, sem skipið fær. Það er trúlegt, eða hitt þó heldur, að þeir, sem hafa gefíð örfáum einstakl- ingum auðlindina, tefli fram forsetaefni, sem aldrei hræðist að standa við skoðanir sínar, hvort held- ur þær falla í jarðveg valdhafanna eða ekki“. Valgerður vísar hér til hæstaréttardóms 1996, sjá Hœstaréttardóma 1996, 126. bls. o.áfr., þar sem skera skyldi úr því, hvort aflareynsla í skarkola, sem nýttist síðar við úthlutun á veiðiheimildum (aflahlutdeild), skyldi fylgja báti við kaup. 55 „Sviptum Davíð völdum" (viðtal) í DV 12. desember 1998. 56 Sbr. Þorstein Gylfason: „Fiskur, eignir og ranglæti" í Réttlœti og ranglœti, 109. bls. 57 Sbr. David Hunte: An Enquiry Concerning the Principles of Morals, III., I., í Hume's Moral and Political Philosophy, ritstj. H. D. Aiken. Hafner Press, New York 1948, 185. bls. o.áfr. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.