Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 13
Seint í nóvember 1998 barst mér í hendur 4. tölublað Úlfljóts 1998. Þar er
birt grein eftir prófessor Sigurð Líndal (bls. 506-515), sem mun vera að megin-
efni ræða, sem hann flutti á hátíðarsamkomu lagadeildarinnar 1. október 1998.
í greininni segir m.a. svo (feitletranir eru mínar):
Þegar sú nauðsyn knýr á að ávallt fleiri ákvarðanir séu teknar með aðferðir lögfræð-
innar að leiðarljósi og hlutur dómstóla og dómstólaígilda í mótun samfélagsins fer
vaxandi er kappræða stjómmálanna og lýðskrum áður en varir tekið að móta umræðu
um dómsmál og önnur lögfræðileg úrlausnarefni. Og lýðskrumarinn birtist, hjúp-
aður gervi lögvitringsins - Iögmaður götunnar - með gagnrýnislausa fjölmiðla-
hjörðina á eftir sér. En hann skilar engu til umbóta í þjóðfélaginu því að sá sem
Iætur alla Iífsskoðun sína mótast af sundurleitum kröfum sem hann hefur ekki
fengið framgengt hefur harla lítið til mála að leggja. Ef áhrifín eru einhver þá
grefur hann undan þjóðfélaginu og veikir það. Og þannig er búið í haginn fyrir
öfgastefnur með afleiðingum sem allir þekkja.
Þessari klausu er fylgt eftir með neðanmálsgrein sem hljóðar svo:
Málflutningsmenn voru löngum illræmd stétt, einkum þeir sem nefndust prókúra-
torar. Þeir þóttu þrætugjarnir, fégráðugir og mútuþægir, enda helsta iðja þeirra að
egna til illinda og ófriðar í þjóðfélaginu. Öldum saman hefur víða um lönd verið
reynt að bæta menntun og siðferði þessarar stéttar. Hefur það tekist að öllu
leyti?....Þar (í tilvitnaðri grein eftir Sigurð sjálfan - innsk. JSG) er lauslega vikið að
þessum vanda.
Það munar ekki um það!
Með hliðsjón af ummælum prófessorsins á fundinum í Háskólabíói 7. nóv-
ember 1998, fer ekki á milli mála að þessi ummæli á hátíðarsamkomunni eru
ætluð mér, þó að höfundinn hafi skort kjark til að nafngreina mig. Nokkrir
þeirra, sem hlýddu á hátíðarræðuna, höfðu reyndar sagt mér, að hann hefði þar
farið með dylgjur og stóryrði sem sýnilega hefðu verið ætluð mér og flestir
áheyrenda hefðu sjálfsagt skilið þannig. Eftir að ég las greinina í Úlfljóti spurði
ég prófessorinn, hvort ég væri sá sem veitt hefði honum innblásturinn til þess-
ara ummæla. Staðfesti hann það, en tók jafnframt fram, að hann hefði haft fleiri
lögmenn en mig í huga. Tel ég mér því óhætt að ganga út frá því að hann hafi
einkum ætlað mér stóryrði sín. Það er ekki stórmannlegt að viðhafa ummæli
sem þessi, án þess að nafngreina þann sem þeim er beint að, en búa svo um
hnútana, að enginn velkist í vafa hver sé skotspónninn.
Sjálfsagt ætti ég að fagna því að verða umfjöllunarefni prófessors á há-
tíðarstundu í Háskólanum. Þetta bendir til þess, að eitthvað sem ég einhvem
tíma hef sagt kunni að skipta máli. Ég tel rétt að nota þetta tilefni til að fjalla
sérstaklega um þann ágreining, sem sýnilega er milli mín og prófessorsins um
lögfræðileg málefni. Mun ég hér fyrst fjalla um það sjónarmið mitt, sem virðist
einkum hafa komið prófessomum úr jafnvægi, að ávallt verði að ganga út frá
7