Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 54
Þetta þarfnast skýringar. Gera verður strangan greinarmun á tvenns konar atvinnuréttindum. Önnur tegundin er til dæmis einkaréttur bónda yfir jörð sinni og þeim verðmætum, sem hann framleiðir á henni. Hann má sjálfur nýta jörðina að vild (innan marka laganna, til dæmis má hann ekki rækta á henni eiturlyf) og banna öðrum nýtingu hennar í atvinnuskyni. Réttur bóndans styðst við nátt- úrlegan skort á landi. Hefði hann ekki þennan einkarétt, heldur væri landið ógirt og öllum opið, myndu menn ofnýta það. Það, sem allir eiga, hirðir enginn um, eins og Aristóteles benti á. Þessi tegund atvinnuréttinda er þess vegna ekki síður hagkvæm fyrir heildina en fyrir sjálfa handhafana. Hin tegund atvinnuréttinda er til dæmis sérleyfi til að aka leigubílum, sem enn tíðkast á íslandi, eða inn- flutningsleyfi fyrir bílum, eins og gerðist á haftaárunum. Slík sérleyfi styðjast ekki við náttúrlegan skort. Þau eru oftast óþörf til að tryggja hagkvæmni í atvinnulífinu, því að lögmál framboðs og eftirspurnar ætti að geta gert það: Á frjálsum markaði myndu eins margir menn leggja fyrir sig leigubílaakstur og eftirspurn væri eftir og eins mörg fyrirtæki flytja inn bíla og þrifist gætu á mark- aðnum. Þessi tegund atvinnuréttinda er því hagkvæm fyrir handhafana, en óhagkvæm fyrir heildina. Er þá komið að kjarna málsins. Veiðiheimildir á Islandsmiðum eru sambærilegar við réttindi bænda yfir jörðum sínum: Með þeim eru mynduð einkaafnotaréttindi af knöppum gæðum náttúrunnar, eins og nauðsynlegt er, til þess að nýting gæðanna verði skapleg. Veiðileyfin eru hins vegar sambærileg við sérleyfi leigubflstjóra, sem virðast takmarka óeðlilega framboð þjónustu á markaðnum. Þau voru auk þess ekki framseljanleg eins og veiðiheimildirnar, svo að kerfið var harðlokað. Hæstiréttur virðist því hafa haft lög að mæla um það, að reglan um veiðileyfi stangaðist á við jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjómarskrárinnar. 11. Dómur Hæstaréttar í veiðileyfamálinu vekur til umhugsunar um merkilegt heimspekilegt úrlausnarefni. Hvenær er réttlátt að gera mun á mönnum og hvenær ekki? Hvað telst eðlileg og hvað óeðlileg mismunun? Þegar kennari gefur einum nemanda ágætiseinkunn og öðmm falleinkunn í samræmi við frammistöðu þeirra á prófi, gerir hann mun á þeim, en flestum finnst það réttlátt og eðlilegt. Maður, sem verslar við einn kaupmann frekar en annan, gerir mun á þeim, án þess að það þyki óeðlilegt (þótt ólíkt kennaranum sé honum ekki skylt að hafa efnislegar ástæður til þess að gera þennan mun). Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, sem fyrr segir, að óeðlileg mismunun á milli borgaranna fælist í því að binda veiðileyfi á Islandsmiðum við menn, sem ættu skip. Sá munur á mönnum, að sumir hefði skip til umráða og aðrir ekki, ætti ekki að ráða úrslitum um það, hvort þeir fengju að veiða á íslandsmiðum eða ekki. En í hinum miklu og hörðu umræðum, sem urðu um þennan dóm í árslok 1998, veittu fæstir því athygli, að þessu var ólíkt farið unt veiðiheimildirnar. Úthlutun þeirra miðaðist ekki við það, hvort menn hefði haft skip til umráða á tilteknu tímabili eða ekki, heldur hitt, hversu hátt hlutfall af heildarafla þeir höfðu veitt á því tímabili. Hún 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.