Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 20
Ef til vill hafa þessar kringumstæður í réttarkerfinu villt mönnum sýn, þannig
að þeir eru famir að tala um margar jafnréttar niðurstöður í sama lögfræðilega úr-
lausnarefninu. Eftir að dómsmáli er lokið og dómur fallinn er nefnilega dómurinn
„réttur“ í þeim skilningi, að hann er sú úrlausn sem viðeigandi valdastofnun hefur
ákveðið. Skiptir þá engu máli, þó að niðurstaðan sé byggð á óframbærilegum að-
ferðum. Dómurinn fær réttaráhrif í samskiptum milli málsaðilanna og raunar
einnig þau almennu fordæmisáhrif sem ég nefndi, sé um hæstaréttardóm að ræða.
Þetta þýðir þó ekki, að hætt sé að skipta máli hvernig niðurstaðan var fengin.
Þessi formlega staða dómsins, eftir að hann hefur verið kveðinn upp, þýðir ekki
að fram að uppkvaðningu hans hafi dómaramir haft frelsi til að velja úr mörgum
jafnréttum niðurstöðum. Þá voru þeir vitaskuld bundnir af þeim aðferðum lög-
fræðinnar um meðferð réttarheimilda sem ég hef lýst hér að framan.
Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú, að líklega sé ekki mikill ágrein-
ingur milli sjónarmiða minna um þessi efni og sjónarmiða prófessoranna
Davíðs Þórs Björgvinssonar og Eiríks Tómassonar. Þeir tala um, að til kunni að
vera fleiri en ein lögfræðilega tæk niðurstaða í einu og sama málinu, þó að þeir
virðist telja eina lögfræðilega réttari en hinar. Við þetta geri ég ekki athuga-
semd. Mér sýnist aðeins að fræðimennirnir hafi mátt gæta betur að orðum sín-
um, þegar þeir hafa sagt, að til séu fleiri en ein lögfræðilega jafnrétt niðurstaða
í einu og sama úrlausnarefninu.
5. NÝJU FÖTIN KEISARANS
Ef satt skal segja taldi ég, að prófessor Sigurður Líndal væri á svipaðri línu
og þeir Davíð og Eirfkur um þessi efni. Líklega væri ágreiningur milli okkar
minni en virst gæti í fljótu bragði. Hann hefði bara talað of glannalega um
margar jafngóðar lausnir og lagasetningarvald dómstólanna í því samhengi. Eg
átti því erfitt með að skilja upphlaup prófessorsins, þegar hann kaus á fundinum
7. nóvember 1998 að veitast að mér persónulega í stað þess að ræða málið á
fræðilegum nótum. Nú hef ég, í tilefni þessarar greinar, farið ofurlítið betur en
áður yfir skrif Sigurðar um þessi efni. Þá sé ég að hann hefur gengið miklu
lengra en ofangreindir starfsbræður hans hafa gert. Ég skil því vanstillingu fræði-
mannsins, þar sem reiði er gjaman viðbragð þess, sem finnur sig vanmáttugan
til að fást við það sem reiðinni veldur.
Prófessor Sigurður hefur nokkram sinnum á liðnum árum skrifað um þessi
efni. Það gerði hann t.d. í grein í 4. hefti Tímarits lögfræðinga 1993 bls. 106-
116 sem ber heitið „Stjómskipulegt vald dómstólanna“ og í grein í 1. hefti sama
tímarits 1995 bls. 64-97 „Þáttur Hæstaréttar í réttarþróun á íslandi". í báðum
þessum greinum kemur fram að höfundur telur dómara oft eiga frjálst val um
réttarheimildir og einnig segir hann umbúðalaust að þeir setji lög. Mér sýnist
hann þó ganga lengst í grein í 4. hefti tímaritsins 1995 bls. 292-300, en þar
birtist erindi sem prófessorinn hélt á hátíðarfundi vegna 75 ára afmælis
Hæstaréttar 16. febrúar 1995. Greinin ber heitið „Hlutur dómstóla í þróun rétt-
arins“. Á bls. 300 segir m.a. svo (feitletrun er mín):
14