Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 26
kvæmt þeirri meginreglu í íslenzkum rétti, sem fram kemur í 18. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, sbr. og 108. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 82/1961 og 2. tölulið 6. gr. Evrópuráðssamnings um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, sem fullgiltur hefur verið af íslands hálfu samkvæmt auglýsingu nr. 11/1954. Að vísu hvílir rík stjórnar- og eftirlitsskylda á skipstjóra vegna stöðu hans, en í þessu máli er tilefni til að rannsaka sérstaklega, hvort hún leiði til refsiábyrgðar. Ráða má það af könnun á framangreindum forsendum dóms Hæstaréttar frá árinu 1970 og ákvæðum þágildandi laga nr. 62/1967, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu, að meirihluti réttarins gerði harla litlar kröfur til skýrleika refsiheimildarinnar, sem lögð var til grundvallar viðurkenningu rétt- arins á hlutlægri refsiábyrgð skipstjórans í málinu. Hvergi í lögunum frá 1967 var með ótvíræðum hætti gert ráð fyrir fráviki frá meginreglunni um hefð- bundna refsiábyrgð einstaklinga á þann hátt að einstaklingur gæti borið hlut- læga refsiábyrgð. Samanburðarskýring Hæstaréttar virðist þó eiga sér stoð í orðalagi og efni 4. og 5. gr. laganna, sem hins vegar gefa tilefni til margvíslegra túlkunarvandkvæða. Því verður fremur að fallast á upphafsákvæði forsendna minnihlutans, enda er það í samræmi við þá mikilvægu meginreglu refsiréttar, sem leiða má af 1. gr. almennra hegningarlaga að refsiheimild verði að vera skýr og ótvíræð.7 Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar í málinu frá 1970 varð ríkj- andi dómvenja næstu áratugina um refsiábyrgð skipstjóra vegna fiskveiðibrota, sbr. H 1971 980, H 1971 1281 og H 1972 611. í H 1979 1095 kemur meðal annars fram að lög nr. 81/1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Islands, sem tóku við af eldri lögum nr. 62/1967, hafi verið reist á sömu „lagastefnu“ og komið hafi fram í áðurnefndum dómum Hæstaréttar frá 1970 og 1971. Hinn 20. september 1995 var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Austurlands í málinu nr. S-225/1995. Akærða var sem skipstjóra á skuttogaranum Bjarti NK-121 gefið að sök að hafa framið fiskveiðibrot, með því að skip hans hafði verið á veiðum með fiskbotn- og flotvörpu á svæði í utanverðu Lónsdýpi á þeim tíma dags, er slíkar veiðar voru bannaðar. í málinu lá hins vegar ljóst fyrir að fyrsti stýrimaður togarans var við stjórnvölinn er atvikið átti sér stað, en skipstjórinn var þá sofandi í káetu sinni. Héraðsdómur vísaði í upphafi til þess að í íslenskum sérrefsilögum mætti „enn“ finna reglur um hlutlæga refsiábyrgð einstaklinga, og að það hefði komið fyrir að skipstjórar væru dæmdir til greiðslu fésekta vegna brota, þótt sök þeirra væri ekki sönnuð. Það hefði hins vegar átt sér stað fyrir gildistöku Mannréttindasáttmála Evrópu og taldi dómur- inn rétt að líta til 2. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 7. gr. sáttmálans8 þegar niðurstaða yrði fengin í málinu. I forsendum dómsins segir síðan: 7 Til þess er einnig að líta að ísland hafði fullgilt Mannréttindasáttmála Evrópu með auglýsingu nr. 11/1954 og þvt' kom að líkindum til álita að dómurinn túlkaði íslensk lög í samræmi við efnis- ákvæði 1. mgr. 7. gr. sáttmálans. Sérstök tilvísun minnihlutans til 2. mgr. 6. gr. mannréttindasátt- málans virðist benda til þess sönnunarvafa, sem dómarinn taldi vera fyrir hendi varðandi saknæma aðild skipstjórans í málinu á grundvelli óbeins athafnaleysis. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.