Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 24
Tilvitnaður dómur Hæstaréttar laut að því álitaefni hvort skipstjóri gæti borið
hlutlæga refsiábyrgð vegna fiskveiðibrota. Niðurstaða Hæstaréttar er harla at-
hyglisverð fyrir margra hluta sakir og er tilefni þessarar ritsmíðar. í henni verður
stuttlega rakin þróun hlutlægrar refsiábyrgðar einstaklinga með könnun á dómum
Hæstaréttar er varða ætluð brot skipstjóra á fiskveiðilöggjöfmni. Sérstaklega
verður vikið að áðurnefndum dómi frá 1995 og færð bæði lagatæknileg og refsi-
pólitísk rök fyrir því að vafasamt sé að niðurstaða dómsins fái staðist.1
2. HEFÐBUNDIN OG AFBRIGÐILEG TILHÖGUN
REFSIÁBYRGÐAR
I upphafi þykir rétt að fara nokkrum almennum orðum um „hefðbundna“ til-
högun refsiábyrgðar og undantekningar frá henni.
Það er meginregla í íslenskum rétti að einstaklingur verður ekki sakfelldur
fyrir refsiverðan verknað, nema uppfyllt séu skilyrðin um (1) refsinæmi (actus
reus), (2) saknæmi (mens rea) og (3) ólögmæti. Ef refsiákvæði áskilur þessi
þrjú refsiskilyrði hefur oft á tíðum verið talað um að tilhögun refsiábyrgð-
arinnar sé „hefðbundin“.2
Verknaður (athöfn eða athafnaleysi) er refsinæmur ef hann er talinn falla undir
verknaðarlýsingu lagaákvæðis er hefur að geyma háttemisreglu, sem löggjafinn
hefur ákveðið að varði refsingu í skilningi 31. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940 eða öðmm viðurlögum, svo sem sviptingu ökuréttar eða upptöku eigna,
ef brotin er. Slrkt ákvæði felur í sér refsireglu sem dómstólar verða að geta byggt
á ef sakfella á einstakling í opinberu rnáli og ákvarða honum viðeigandi refsingu
eða önnur viðurlög, sbr. 1. gr. almennra hegningarlaga.3
Skilyrðið um ólögmæti verknaðar hefur almennt verið skilgreint neikvætt í
íslenskum refsirétti. Er þá til þess litið að þótt háttsemi eigi undir tiltekið
refsiákvæði og sé því refsinæm, það er refsiverð á ytra borði, kunni sérstakar
ástæður að réttlæta háttsemina og gera hana lögmæta og þannig refsilausa, svo
sem ef reglur um neyðarvörn eða neyðarrétt eiga við, sbr. 12. og 13. gr. al-
rnennra hegningarlaga.4
1 Ekki verður vikið að sjónarmiðum um refsiábyrgð lögaðila í greininni.
2 f riti Jónatans Þórmundssonar, Afbrot og refsiábyrgð, 1. hluti, 2. útgáfa, Reykjavík, 1995, bls.
23-24, tilgreinir Jónatan einnig skilyrðin um sakhæfi sakbornings og gildissvið refsilaga, sem
efniseinkenni í hefðbundinni tilhögun refsiábyrgðar. Sjá hér einnig eftir sama höfund: Viðurlög við
afbrotum, bls. 64, Bókaútgáfa Orators, Reykjavík, 1992. Það er vafa undirorpið hvort sakhæfi verði
talið eitt af efniseinkennum hefðbundinnar tilhögunar refsiábyrgðar, enda verður það einnig talið
einkenni afbrigðilegrar tilhögunar refsiábyrgðar. Einstaklingur, sem gerist refsiábyrgur á hlut-
lægum grunni, verður einnig að öðru leyti að uppfylla skilyrðin um persónulegt og geðrænt sakhæft
samkvæmt 14., 15. og 17. gr. aimennra hegningarlaga nr. 19/1940.
3 Rétt er að benda á mismunandi útfærslu refsiákvæða í almennum hegningarlögum annars vegar
og sérrefsilögum hins vegar. I hinum fyrrnefndu er verknaðarlýsingum og refsireglum steypt saman
í eina heild. í hinum síðamefndu eru verknaðarlýsingamar hins vegar aðskildar frá refsireglunum,
sem em að meginstefnu til að finna í lokaákvæðum laganna.
4Jónatan Þórmundsson, sama rit, bls. 24
18