Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 22
á fundinum 7. nóvember s.l. Vissulega væri freistandi, að fara hér yfir einstök atriði í ummælum fræðimannsins og fjalla um þau. Ég ætla þó að hlífa honum við því. Stóryrði, á borð við þau sem hann viðhafði, dæma sig jafnan sjálf. Af orðum hans verður aðeins dregin sú ályktun, að hann skorti röksemdir til að geta rætt um málefnin, sem okkur greinir á um, á þann hátt að samboðið sé stöðu hans sem prófessors við Háskóla Islands. I sjálfu sér hefur hér ekkert merkilegra gerst en að prófessor hefur orðið sér til minnkunar á opinberum vettvangi. 7. LOKAORÐ Margir lögfræðingar hafa af því áhyggjur um þessar mundir, að dómstólarnir njóti ekki trausts almennings í landinu. Skoðanakannanir benda því miður til þess, að áhyggjurnar séu ekki ástæðulausar. Málfundur lagadeildar 7. nóvember 1998 var haldinn af þessu tilefni. Ég tel afar þýðingarmikið, að lögfræðingar ræði málið og reyni að finna ástæðumar fyrir þessu meinta vantrausti. Menn verða þó að muna, að traust til dómstólanna verður að vera svo sem unnt er „upplýst" svo notað sé orð sem mikið sést þessa dagana. Traustið verður að byggjast á verkum þessara þýðingarmiklu þjóðfélagsstofnana og þekkingu á þeim. Við lögfræðingar eigum að hvetja til umræðna um þau og taka þátt í þeim sjálfir. Ég velti því fyrir mér, hvort nokkuð hafi að undanfömu verið fremur til þess fallið að veikja starf dómstóla en kenningar Sigurðar Líndals og fleiri um margar jafnréttar niðurstöður og um lagasetningarvald dómstóla. Hætt er við að svona kenningar frá mönnum, sem allir halda að eigi að taka alvarlega, séu til þess fallnar að draga úr þeim nauðsynlega aga, sem dómarar verða að temja sér í störfum sínum og auka líkurnar á að niðurstöður þeirra verði byggðar á sjón- armiðum, sem ekki leyfast í lögfræði. Gagnvart almenningi birtist þetta í dóm- unum, en einnig í alls konar álitsgerðum um lögfræðileg málefni, sem menn virðast nánast geta pantað hjá hluta lögfræðingastéttarinnar eftir þörfum. Al- menningur skilur ekki svona speki. Dómar og aðrar niðurstöður í lögfræði- legum efnum eru ekki eitthvað sem venjulegur maður telur að lögfræðingar eigi að geta hagað að vild sinni. I raun og veru eru kenningamar skaðlegar, því þær greiða götu lausungar og geðþótta við dómsstörfin. Sigurður Líndal taldi í orðsendingu sinni til mín við hátíðarhöldin í lagadeildinni, sem fyrr var nefnd, að ég hefði ekki mikil áhrif á þjóðfélagið. Um það ætla ég ekki að dæma. Mér er hins vegar nær að halda að Sigurður Líndal hafi haft umtalsverð áhrif með þeim villukenningum, sem ég hef gert að umræðuefni í þessari grein. Með þeim hefur hann vísast grafið undan dómstólunum og veikt þá, svo notuð séu hans eigin orð. Hvað sem öllu þessu líður er svo mikið víst, að umræður um þessi efni eru þýðingarmiklar og til þess fallnar að skerpa hugsun íslenskra lögfræðinga um grundvallaratriði sem snerta réttarframkvæmdina. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.