Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 18
Áður en að því kemur vil ég nefna Eirík Tomasson lagaprófessor til sögunnar. í Afmælisriti Davíðs Oddssonar fimmtugs 17. janúar 1998 birtist á bls. 203-216 grein eftir Eirik, sem hann nefnir „Dómstólar og almenningsálitið“. Þar kemst hann m.a. svo að orði (bls. 209), að það sé útbreiddur misskilningur, að ein- vörðungu sé til ein rétt lausn á sérhverju lögfræðilegu álitamáli. Fjallar hann nokkuð um þetta og tekur dæmi af dómi Hæstaréttar 1995 306. Þar vék Hæsti- réttur til hliðar skýrri lagareglu, sem tekin hafði verið upp í 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en regla þessi kvað á um að ekki þyrfti að flytja mál munnlega á ný, þótt meira en fjórar vikur væru liðnar frá málflutningi, áður en dómur væri upp kveðinn, ef dómari og aðilar teldu það óþarft. Með dómi sínum ómerkti Hæstiréttur héraðsdóm, þar sem svona stóð á, þrátt fyrir reglu laganna. Eiríkur virðist telja að gild sjónarmið hafi legið þessari afgreiðslu Hæsta- réttar til grundvallar, þó að einnig hefði orðið rétt sú niðurstaða, að beita hinu setta lagaákvæði samkvæmt texta sínum og komast þar með að öndverðri niðurstöðu um efni málsins. Ég er ósammála Eiríki um þetta. Ég tel að rétturinn hafi ekki mátt víkja lagaákvæðinu til hliðar. Slíka heimild hafa dómstólar aðeins, að til staðar sé ríkari réttarheimild en sett lög, þ.e.a.s. stjómskipunarreglur, sem leiði til slíkrar niðurstöðu. Raunar er þá ekki um heimild að ræða, heldur skyldu. Prófessor Eiríkur Tómasson flutti erindi á fundi lagadeildarinnar þann 7. nóvember 1998. Nú varð ekki betur séð, en hann hefði að nokkru leyti skipt um skoðun á þessu, eða a.m.k. breytt áherslu sinni, því hann talaði nú um að ganga yrði út frá því að ein niðurstaða væri réttust, þó að til kynnu að vera fleiri sem talist gætu lögfræðilega tækar. Ég skildi ræðumann þannig, að hann væri þá að tala um lausnir, sem hann í sjálfu sér væri ósammála, en sætti sig við, vegna þess að hann teldi, að þær hefðu verið fengnar á frambærilegan hátt. Sýnist mér Eiríkur þá vera með svipaða mynd af þessu og Davíð Þór Björgvinsson, sé til- gáta mín að framan um það efni rétt. Við þetta geri ég ekki miklar athugasemdir. Skal það nú skýrt nánar. 4. DÓMSTÓLAR SKERA ÚR Það leiðir af sjálfu sér, að erfitt getur verið að fást við flókin lögfræðileg úr- lausnarefni. Þarf þá einatt að feta sig í gegnum heilmikið efni, þar sem ýmist þarf að leysa úr atriðum sem varða sönnun um atvik máls eða beita réttarreglum í víðum skilningi. Þá kann oft að verða mjótt á munum við mat á því hvaða kostur telst bestur út frá aðferðafræði lögfræðinnar. Viðfangsefni þessi hafa orð- ið flóknari og erfiðari með tímanum, m.a. vegna þess að hinn setti réttur teygir sig yfir fleiri svið en áður og geymir iðulega opin ákvæði og óljós, sem erfitt kann að vera að túlka með óyggjandi hætti. Þar kunna líka að vera „eyður“, sem óhjákvæmilegt er að fylla í. Dómari máls verður að ljúka á það dómi. Hann getur ekki vísað verkefninu frá sér á þeirri forsendu, að ekki sé til lagaregla um úrlausnarefnið. Réttarheimildafræði lögfræðinnar gengur líka út á að heimildin sé ávallt til, jafnvel þó að ekki sé unnt að finna setta lagareglu sem við eigi. Þá er gripið til annarra „réttlægri heimilda“ sem nefndar hafa verið meginreglur 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.