Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 66
og geta félagsmenn þá með auðveldum og fljótvirkum hætti leitað að fræði-
greinum sem birst hafa í tímaritinu. Öruggt er að þessi nýbreytni mun gera
tímaritið enn mikilvægara og aðgengilegra fræðirit á sviði lögfræðinnar.
Auk útgáfu Tímarits lögfræðinga gefur lögfræðingafélagið út fréttabréf fé-
lagsins. Fréttabréfið er gefið út þegar þurfa þykir, en þar birtast tilkynningar til
félagsmanna um það sem framundan er í starfsemi félagsins.
7. Samningur um endurmenntun
Á starfsárinu var undirritaður samstarfssamningur lagadeildar Háskólans,
Lögmannafélags Islands, Lögfræðingafélags Islands, Orators, félags laganema
og Dómarafélags Islands, sem gefur m.a. félagsmönnum lögfræðingafélagsins
kost á að afla sér endurmenntunar með því að sitja tíma í völdum greinum sem
kenndar eru í lagadeild. Á þessi möguleiki án efa eftir að koma ýmsum félags-
mönnum til góða, enda er símenntun ein megin forsenda þess að lögfræðingar
geti sinnt störfum sínum sem skyldi.
8. Lögfræðingafélagið 40 ára
Lögfræðingafélag Islands var stofnað árið 1958. Félagið er því 40 ára um
þessar mundir. I tilefni af þeim tímamótum skrifaði Davíð Þór Björgvinsson
prófessor sögu félagsins í Tímarit lögfræðinga. Þá lét stjóm félagsins hanna
merki fyrir félagið, en það merki kemur nú til með að prýða forsíðu Tímarits
lögfræðinga, fréttabréf félagsins og önnur gögn sem frá félaginu koma.
9. Samstarf við systurfélög á Norðurlöndunum
Árlegur fundur framkvæmdastjóra norrænna lögfræðingafélaga var haldinn
hér á landi 19.-21. ágúst í sumar. Brynhildur Flóvenz, framkvæmdastjóri Lög-
fræðingafélags íslands, hafði veg og vanda af skipulagningu fundarins og sótti
hann f.h. félagsins.
10. Lokaorð
Svo sem skýrsla félagsins ber með sér hefur starfsemi félagsins verið með
nokkuð hefðbundnu sniði síðastliðið starfsár. Ymis verkefni önnur en þau sem
hafa verið nefnd eru í vinnslu á vegum félagsins. T.d. stendur undirbúningur
vegna fyrirhugaðrar fræðaferðar til Kína næstkomandi vor nú sem hæst. Þá
bindur stjórn félagsins miklar vonir við að aukin notkun intemetsins muni
hjálpa félaginu við að miðla upplýsingum og efni til endurmenntunar til félags-
manna á komandi ámm og er grundvöllur að frekari vinnu á því sviði lagður
með tölvukaupum félagsins á árinu.
Eg vil að endingu þakka öllum stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra fé-
lagsins fyrir sérstaklega gott samstarf á starfsárinu.
Helgi Jóhannesson
60