Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 35
Hæstaréttar í Bjartsmálinu frá 1995 virðist leiða til. Þróunin í öðrum vestrænum ríkjum, eins og fyrr var rakið, er þvert á móti sú að styðjast við slíka tilhögun refsiábyrgðar í æ fleiri tilvikum og eru ekki rök til að telja íslenskar aðstæður ólíkar að þessu leyti. Það skal að lokum áréttað að ákvæði 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar er ný- mæli, sem fann sér leið inn í stjómarskrána við allsherjar endurskoðun á mann- réttindakafla hennar, með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995. Með skírskotun til þeirrar miklu refsipólitísku stefnubreytingar, sem afnám hlutlægrar refsi- ábyrgðar einstaklinga hefði í för með sér, meðal annars með tilliti til áður- nefndrar þróunar í öðmm ríkjum, kemur það ærið spánskt fyrir sjónir að ekki skuli minnst einu orði á þann skilning stjórnarskrárgjafans í lögskýringargögn- um að skýra ætti nýmæli 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar eins og Hæstiréttur gerði í títtnefndum dómi sínum frá 1995. 6. NIÐURSTÖÐUR Verða nú helstu niðurstöður teknar saman. í íslenskri refsilöggjöf og dómaframkvæmd hefur um áratuga skeið verið viðurkennd hlutlæg refsiábyrgð einstaklinga í ákveðnum tilvikum þótt eigi hafi að öllu leyti verið gætt skilyrðisins um skýrleika slíkra refsiákvæða. Lagatæknileg athugun á forsendum Hæstaréttar í Bjartsmálinu frá árinu 1995 leiðir til þess að niðurstaða dómsins þess efnis að ákvæði l.'ml. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar girði nú fyrir setningu hlutlægra refsiákvæða í almennum lögum, hefur takmarkað fordæmisgildi, enda vandfundin þau rök er stutt geti forsendur Hæstaréttar varðandi túlkun á greindu ákvæði stjórnarskrárinnar. Refsiákvæði um hlutlæga refsiábyrgð einstaklinga em fátíð í íslenskri refsi- löggjöf. Þá verður yfirleitt talið að orðalag þeirra og efni standist ekki nútíma- kröfur um skýrleika refsiákvæða. Ekkert bendir hins vegar til þess að refsipóli- tísk þróun á Islandi hafi stefnt í þá átt að útrýma hlutlægri refsiábyrgð einstakl- inga áður en dómur Hæstaréttar í Bjartsmálinu gekk á árinu 1995. Þróun slíkra refsiákvæða í öðmm vestrænum ríkjum bendir þvert á móti til þess að aðstæður í nútímasamfélagi manna krefjist rýmkunar á efnisskilyrðum refsiákvæða, með- al annars í formi hlutlægrar refsiábyrgðar einstaklinga. Gætir slíkrar ábyrgðar- tilhögunar einkum á þeim sviðum þar sem áhersla er lögð á sjónarmið um heilbrigði og velferð almennings. HEIMILDASKRÁ: David J. Harris, Michael O'Boyle & Chris Warbrick: Law of the European Convent- ion on Human Rights. Butterworths, Edinborg, 1995. GunnarG. Schram: Stjórnskipunarréttur. Háskólaútgáfan, Reykjavík 1997. Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð, 1. hluti, 2. útgáfa. Reykjavík 1995. Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð, 2. hluti, 2. útgáfa. Reykjavík 1995. Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum. Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1992. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.