Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 35
Hæstaréttar í Bjartsmálinu frá 1995 virðist leiða til. Þróunin í öðrum vestrænum ríkjum, eins og fyrr var rakið, er þvert á móti sú að styðjast við slíka tilhögun refsiábyrgðar í æ fleiri tilvikum og eru ekki rök til að telja íslenskar aðstæður ólíkar að þessu leyti. Það skal að lokum áréttað að ákvæði 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar er ný- mæli, sem fann sér leið inn í stjómarskrána við allsherjar endurskoðun á mann- réttindakafla hennar, með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995. Með skírskotun til þeirrar miklu refsipólitísku stefnubreytingar, sem afnám hlutlægrar refsi- ábyrgðar einstaklinga hefði í för með sér, meðal annars með tilliti til áður- nefndrar þróunar í öðmm ríkjum, kemur það ærið spánskt fyrir sjónir að ekki skuli minnst einu orði á þann skilning stjórnarskrárgjafans í lögskýringargögn- um að skýra ætti nýmæli 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar eins og Hæstiréttur gerði í títtnefndum dómi sínum frá 1995. 6. NIÐURSTÖÐUR Verða nú helstu niðurstöður teknar saman. í íslenskri refsilöggjöf og dómaframkvæmd hefur um áratuga skeið verið viðurkennd hlutlæg refsiábyrgð einstaklinga í ákveðnum tilvikum þótt eigi hafi að öllu leyti verið gætt skilyrðisins um skýrleika slíkra refsiákvæða. Lagatæknileg athugun á forsendum Hæstaréttar í Bjartsmálinu frá árinu 1995 leiðir til þess að niðurstaða dómsins þess efnis að ákvæði l.'ml. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar girði nú fyrir setningu hlutlægra refsiákvæða í almennum lögum, hefur takmarkað fordæmisgildi, enda vandfundin þau rök er stutt geti forsendur Hæstaréttar varðandi túlkun á greindu ákvæði stjórnarskrárinnar. Refsiákvæði um hlutlæga refsiábyrgð einstaklinga em fátíð í íslenskri refsi- löggjöf. Þá verður yfirleitt talið að orðalag þeirra og efni standist ekki nútíma- kröfur um skýrleika refsiákvæða. Ekkert bendir hins vegar til þess að refsipóli- tísk þróun á Islandi hafi stefnt í þá átt að útrýma hlutlægri refsiábyrgð einstakl- inga áður en dómur Hæstaréttar í Bjartsmálinu gekk á árinu 1995. Þróun slíkra refsiákvæða í öðmm vestrænum ríkjum bendir þvert á móti til þess að aðstæður í nútímasamfélagi manna krefjist rýmkunar á efnisskilyrðum refsiákvæða, með- al annars í formi hlutlægrar refsiábyrgðar einstaklinga. Gætir slíkrar ábyrgðar- tilhögunar einkum á þeim sviðum þar sem áhersla er lögð á sjónarmið um heilbrigði og velferð almennings. HEIMILDASKRÁ: David J. Harris, Michael O'Boyle & Chris Warbrick: Law of the European Convent- ion on Human Rights. Butterworths, Edinborg, 1995. GunnarG. Schram: Stjórnskipunarréttur. Háskólaútgáfan, Reykjavík 1997. Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð, 1. hluti, 2. útgáfa. Reykjavík 1995. Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð, 2. hluti, 2. útgáfa. Reykjavík 1995. Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum. Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1992. 29

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.