Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 56
12. Megingallinn á kvótakerfinu er einmitt sú óvissa, sem enn er um eðli veiði- heimildanna. Eftir að Hæstiréttur felldi í árslok 1998 dóm sinn í veiðileyfa- málinu og áður en menn höfðu gert sér fulla grein fyrir, hvað í honum fælist, féllu hlutabréf í útgerðarfyrirtækjum talsvert í verði. Þetta sýndi, hversu við- kvæmt íslenskt atvinnulíf er fyrir breytingum á starfsskilyrðum í sjávarútvegi. Kæmist Hæstiréttur síðar meir að þeirri niðurstöðu, sem ég tel tvímælalaust ranga jafnt frá siðferðilegu og lagalegu sjónarmiði, að núverandi handhafar veiðiheimilda yrðu að láta þær af hendi við ríkið, þar sem borgurunum hefði verið mismunað óeðlilega við upphaflega úthlutun þeirra, myndi íslenska hag- kerfið hrynja. Islendingar ættu að hafa lært það af sögu sinni, hversu illa fer, þegar sorfið er að sjávarútvegi. Með Píningsdómi og öðrum ráðstöfunum í lok fimmtándu aldar komu stórbændur og sýslumenn á Alþingi í veg fyrir þétt- býlismyndun við sjóinn og töfðu framþróun atvinnulífsins um nokkrar aldir.44 Einokunarverslunin danska var síðan, þegar að er gáð, eins konar innheimtu- stofnun fyrir veiðigjald, þar sem verð á sjávarafurðum var sett miklu lægra en markaðurinn var reiðubúinn til að greiða, en verð á landbúnaðarafurðum miklu hærra. Rannsóknir sagnfræðinga sýna, að Islendingar, ekki síst gildir bændur og sýslumenn, höfðu sjálfir nokkurt frumkvæði að einokunarversluninni, meðal annars af þessari ástæðu.45 Ef starfsskilyrðum í sjávarútvegi verður nú breytt til hins verra með því að taka veiðiheimildir af núverandi handhöfum þeirra, þá eru Islendingar að gera að engu ávinning síðustu ára, þar sem hagvöxtur hefur farið saman við stöðugleika. Ymis fleiri atriði verður að hafa í huga, þegar rætt er um réttlæti og ranglæti í sambandi við kvótakerfið íslenska. „Það er ekki réttlátur markaður, þar sem lítill hópur manna einokar öll viðskipti", segir Þorsteinn Gylfason.46 En þótt útgerðarfyrirtækjum hafi heldur fækkað, um leið og þau hafa stækkað, eins og raunar var stefnt að, þar sem of margir voru að veiðum fyrir daga kvótakerfis- ins, hefur eigendum þeirra fjölgað stórkostlega, þar sem mörg þeirra hafa gerst almenningshlutafélög. Nú lætur nærri, að beinir hluthafar í útgerðarfyrirtækjum séu um 15-20 þúsund talsins, og lífeyrissjóðir, sveitarfélög og aðrir aðilar, sem eiga hlutabréf í mörgum stærstu útgerðarfyrirtækjunum, hafa vitaskuld innan sinna vébanda tugi þúsunda landsmanna.47 Þetta er ekki „lítill hópur“. Þegar 44 Píningsdómur bannaði útlendingum vetursetu og íslendingum búðsetu. Samkvæmt honum var landbúnaður eini lögleyfði atvinnuvegurinn, og reistar voru rammar skorður við því, að keppt yrði við bændur um vinnuafl. Sbr. Björn Þorsteinsson: Enska öldin ísögu íslendinga. Mál og menning, Reykjavík 1970, 254. bls. 45 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Isaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Öm og Örlygur, Reykjavík 1987, sérstaklega töflur 3.2 og 10.3. 46 Þorsteinn Gylfason: „Fiskur, eignir og ranglæti" í Réttlœti og ranglœti, 129. bls. 47 Birgir Þór Runólfsson: „The Performance of the Icelandic Quota System“ (erindi á ráðstefnu Sjávarútvegsráðuneytisins um „Individual Transferable Quotas in Theory and Practice1' 20. nóv- ember 1998). 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.