Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 42
átta bátar hefðu nægt. En eigendur bátanna sextán áttu það sammerkt, að þeir höfðu keypt báta og veiðarfæri, ráðið áhafnir og aflað sér sérstakrar reynslu og kunnáttu í veiðum, fisksölu og öðru því, sem til þarf, í trausti þess, að þeir hefðu áfram ótakmarkaðan aðgang að íslandsmiðum, eins og verið hafði í þúsund ár. Þetta má orða á annan veg. Þann rétt, sem allir íslendingar höfðu haft til þess að veiða á íslandsmiðum, höfðu aðeins sumir nýtt sér. Þeir höfðu ólíkt öllum almenningi stofnað til ríkra atvinnuhagsmuna af fiskveiðum. Sterk rök virðast hníga að því, að eigendur bátanna sextán hafi átt heimtingu á því, að tekið yrði tillit til atvinnuhagsmuna þeirra, þegar aðgangur að íslandsmiðum var takmark- aður. Þorsteinn Gylfason horfir hins vegar alveg fram hjá þessum hagsmunum. I þriðja lagi er sá mikli munur á skíðaferðum og veiðiferðum, að enginn sér- stakur ofnýtingarvandi verður til vegna skíðaferða. Þorsteinn Gylfason virðist ekki skilja að fullu þann vanda, sem reynt var að leysa með kvótakerfinu, að knöpp gæði höfðu ekki verið verðlögð í samræmi við skortinn á þeim, svo að þau voru ofnýtt. Menn höfðu umgengist þessi gæði eins og þau væru ókeypis eða verðlaus. Þetta tengist fjórða atriðinu, sem ólíkt er með skíðaferðum og veiðiferðum. Skólinn í dæmi Þorsteins Gylfasonar fékk fjárframlag til skíða- ferða, sem úthluta skyldi til nemenda. Þorsteinn hefur rétt fyrir sér um það, að enga knýjandi nauðsyn bar til þess að skipta þessu fé á milli þeirra nemenda, sem þegar áttu skíði. Ýmsar aðrar úthlutunarreglur komu til greina, til dæmis í happdrætti eða eftir áhuga eða hæfileikum á skíðaferðum eða til þeirra, sem áttu einmitt ekki skíðabúnað. En ekki var verið að úthluta fundnu fé, þegar að- gangur var takmarkaður að íslandsmiðum, heldur atvinnuréttindum í því skyni að heimta framvegis gróða, sem áður hafði tapast í of mikinn kostnað. Eðlilegt var að úthluta þeim til þeirra, sem höfðu einmitt haft atvinnu af því að nýta þessi gæði. Þeir höfðu hagsmuni af því að öðlast þessi réttindi, en aðrir ekki. Hefðu þeir ekki fengið þessi réttindi í hendur, hefði tilveru þeirra og hög- um verið raskað stórkostlega, fótum kippt undan atvinnustarfsemi þeirra og af- komu. Ekkert slíkt átti við um þá, sem höfðu ekki nýtt sér þessi réttindi, á með- an þau voru almenn og ekki bundin við eigendur skipa og handhafa kvóta. Með frjálsu framsali veiðiheimildanna var enn fremur verið að tryggja, að þær lentu að lokum í höndum þeirra, sem best kynnu með þær að fara, því að þeir gátu væntanlega boðið hæst verð fyrir þær. Þetta var því úthlutun heimilda til þeirra, sem höfðu í senn sérstakra hagsmuna að gæta og sérstaka hæfileika til að nýta þessar heimildir (þótt síðarnefnda markinu yrði vitaskuld aðeins náð á löngum tíma og hugsanlega hefði líka verið unnt að ná því með opinberu uppboði veiði- heimildanna). 4. Þótt samanburður Þorsteins Gylfasonar á skíðaferðum og veiðiferðum sé af þessum fjórum ástæðum vanhugsaður, er vert að gefa spurningum hans um upphaflega úthlutun veiðiheimilda á íslandsmiðum gaum. „Hvers vegna fengu sjómenn ekki veiðiheimildir? Það virðist einkar nærtækt, fyrst verið var að 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.