Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 61
15. Þeir Islendingar, sem vilja breyta eða bylta kvótakerfinu, virðast flestir vera þeirrar skoðunar, þótt þeir fari stundum dult með, að rrkið eigi fiskistofnana. Eg get ekki svarað þeim betur en heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason, sem sagði í ræðu árið 1927:63 Réttin getur verið oss gagnlegt tæki til að skýra fyrir oss stjómmálastefnur, sem nú eru uppi með þjóð vorri og berjast um áhrif og völd. Sameignarmenn vilja rífa niður dilkana og láta almenninginn einan eftir. Hinir vilja halda við gamla þjóðlega fyrir- komulagið, hafa að vísu almenning, vinna saman, þar sem það er hagkvæmt, hafa fé- lagsskap, þar sem afl einstaklingsins hrekkur ekki til, en draga þó að lokum hverjum sitt og lofa honum að fara með það heim í sitt litla kóngsrrki. Sameignarmenn vilja soramarka allt undir eymamark ríkisins, sem annaðhvort mundi verða hlustarstýft bæði eyru eða þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt. Orðtak hinna er: Hverj- um sitt. Þeir horfa ekki í það, þótt nokkur prentkostnaður fylgi því að hafa meira en eina markaskrá með einu marki fyrir allt landið. Og þeir búast við, að mörgum mundi þykja dauflegar réttirnar, þegar öll séreign væri horfin. Vér ættum að gera oss ljóst, að skipulagið, sem speglast í lögun réttarinnar, er engin tilviljun. Það á rót jafnt í landslaginu sem r lundarfari manna. Það er ekki til neins að neita því, að flestir menn, og ekki síst íslendingar, unna sjálfstæði og sjálfseign. Þeir vilja ekki láta sér nægja almenninginn og rífa niður dilkana. Þeir vilja hafa skýr mörk, svo að mitt og þitt þekkist að. Þeir eru hræddir um, að þegar ríkismarkið væri komið á hverja kind, yrði skammt að bíða skýrslunnar: Öll hús staðarins fallin. Kirkja fyrirfinnst ekki. Kvígildi staðarins kveður prestur sig uppetið hafa. Þessi ritgerð á upphaf sitt í fyrirlestri undir sama heiti, sem haldinn var á fundi Hollvinasamtaka Háskóla íslands á Hótel Borg 16. janúar 1999. Þorsteinn Gylfason þekktist því miður ekki boð Hollvinasamtakanna um að fá fyririesturinn til athugunar fyrir fundinn og svara honum síðan eftir lestur minn, en Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðiprófessor var andmælandi og gerði ýmsar gagn- legar athugasemdir, svo og margir fundarmanna. Lagaprófessoramir Sigurður Líndal og Davíð Þór Björgvinsson lásu ritgerðina yfir í handriti og færðu margt til betri vegar. Ég hef haft mikið gagn af bréfaskiptum við bandarísku hagfræðingana James M. Buchanan, Gary Becker, Harold Demsetz og Henry Manne og við Rögnvald Hannesson prófessor um þetta mál. Ég er þó að sjálfsögðu einn ábyrgur fyrir öllu því, sem hér kann að vera missagt. Tilvitnunin í Arna Magnússon er tekin eftir Ævisögu Árna Magnússonar eftir Finn Jónsson (Kaupmannahöfn 1930, 27. bls.). 63 Guðmundur Finnbogason: „Á réttarvegg" í Mannfagnaði. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1962, 84. bls. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.