Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 50
hafi sérstaka merkingu í huga þjóðarinnar og íslendingar vilja ekki spilla eða skilja við sig. Þau eru því ekki eignir í hversdagslegasta skilningi orðsins. Fjár- hagslegir hagsmunir eru lítt tengdir þeim. Það liggur einmitt í eðli þeirra, að þau mega ekki ganga kaupum og sölum á frjálsum markaði, og menn mega ekki umgangast þau eins og þeir vilja. Allt öðru máli gegnir um nytjastofna á Islandsmiðum. Þótt þeir séu vissulega dýrmætir, eru þeir ekki dýrgripir eða þjóðarminjar, sem ekki má hreyfa við. Öðru nær: íslendingar vilja nýta þá sem mest og best, hafa af þeim sem mestan gróða. Þeir Sigurður Líndal og Þorgeir Örlygsson segja, að veiðiheimildirnar, sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í höndum, séu eins konar atvinnuréttindi í al- menningi. Með kvótakerfinu hafi ríkir hagsmunir afmarkaðs hóps breyst í lög- varin réttindi hans, sem njóti nokkurrar verndar eignarréttarákvæðis stjómar- skrárinnar eins og margvísleg önnur réttindi samkvæmt íslenskum rétti, þótt ekki geti þau talist fullkomin eignaréttindi. Þetta er einmitt í góðu samræmi við það, sem Garðar Gíslason hæstaréttardómari segir: „í eignarrétti er grunnreglan um upphaf eignarréttar í námi eða töku og framleiðslu, þannig gerir maðurinn greinarmun á „mínu“ og „þínu“, sem er honum eðlislægt11.26 Hópurinn, sem fékk réttindin eða heimildirnar, hafði numið eða tekið fisk úr sjó. Þetta er líka í samræmi við hin fornu lög íslendinga. Til þess að koma í veg fyrir ofbeit í afréttum var tala þess fjár, sem hver bóndi mátti reka þangað, takmörkuð. „Búar skulu svo í telja, að þar verði eigi fé að feitara, að því er þeir hyggja, að færra sé í afrétt þeirri, enda hyggi þeir það, að þó sé skipuð til fulls,“ segir í Grágás.27 Þessi „ítala“ var sett í sama tilgangi og veiðiheimildir á íslandsmiðum. At- vinnuréttindi bænda voru afmörkuð og skilgreind, svo að þeir spilltu ekki hver fyrir öðrum. Engum datt þá í hug, að verið væri að skerða hag annarra. ítalan var ekkert annað en kvóti á fé á fjalli. Síðan má leiða rök að því, að það sé í samræmi við þjóðarhag, eins og áskilið sé í þjóðareignarákvæði laganna frá 1990 um stjórn fiskveiða, að útgerðarfyrirtæki hafi fengið veiðiheimildirnar. Hugsunin er þá sú, að gæði, sem eru íslensku þjóðinni afar mikilvæg, eru falin nokkrum hópi manna til varðveislu og ávöxtunar, - nógu mörgum til þess, að þeir geti keppt sín í milli, og nógu fáum til þess, að þeir geta á skaplegan hátt tekið þær almennu ákvarðanir um ráðstöfun gæðanna, sem nauðsynlegar eru. Þetta er gert í trausti þess, að þessi hópur kunni betur með þau að fara en aðrir, sem aldrei hafa látið sig útgerð neinu skipta. Þannig verði arðurinn af þessum gæðum meiri og dreifist betur um þjóðlífið en þegar ríkið hafi víðtæk afskipti af nýtingu þeirra. Þessi hugsun fer vel saman við það, sem ýmsir merkustu 26 Garðar Gíslason: „Eðli máls“ í Eru lög nauðsynleg - og fleiri greinar úr réttarheimspeki. Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1991, 111. bls. Hugsun Garðars í þessari tilvitnun virðist vera svip- uð og Johns Lockes í Ritgerð um ríkisvald, 44.-45. gr., 82.-83. bls., þar sem hann segir, að vinnan skapi eignarréttinn að settum skilyrðum (hagur annarra má ekki versna, og eignin má ekki skemm- ast). 27 Crágás, Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Ámason sáu um útg. Mál og menning, Reykjavík 1992, Landabrigðisþáttur, 43. gr., 336. bls. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.