Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 9
I * FV Eigendur Þinganessins á Hornafirbi kaupa Hrönn BA af Bílddælingum. Með skipinu fylgir allur kvóti þess sem eru 163 þorskígildi. ■M| Skagstrendingur semur um kaup á rússneskum frystitog- ara, Neptun, sem kemur í stað Arnars HU sem hefur verið seldur til Grænlands. Neptun er norsk smíði, 60 metra langur og 13 metra breiður. Frystigetan er um 50 tonn á sólarhring og rými er fyrir 800 tonn af frystum afurðum. Reginn Grímsson, sem fram- leiðir svokallaða Gáskabáta í fyrirtæki sínu Mótun hf. í Nova Scotia í Kanada, segist reikna með að tífalda umsvif sín í bátafram- ieiðslu. Gáskabátar eru hraðskreið- ir fiskibátar sem eru að sögn Reg- ins að leggja undir sig heiminn. Eigendaskipti verða í rækju- vinnslu á ísafirði þegar ís- húsfélag ísfirðinga og Hraðfrysti- húsið Norðurtanginn sameinast um ab kaupa 53% hlut íslands- banka í Rit hf. sem er ein hin öfl- ugasta á landinu. Það sætir nokkr- um tíöindum að þessi tvö fyrir- tæki, Norðurtanginn og íshúsfé- lagið, skuli leggja saman krafta sína með þessum hætti en góðlát- legur rígur og samkeppni hefur jafnan verið með þeim. Flogið hef- ur fyrir ab gangi þetta samstarf vel verði um frekara samstarf þessara tveggja fyrirtækja að ræða. M Fyrirtækið Sæblóm hf., sem iia ætlað hafði að senda skip til smokkfiskveiða við Falklandseyjar, hættir við þau áform þar sem of skammur tími er til undirbúnings en vertíðin stendur árlega frá febr- úar til maí. PPi Lýsi og mjöl í Grindavík ÍSi kaupir Hrímbak af ÚA til þess að taka af skrá móti nýju nótaskipi. Lýsi og mjöl hefur selt Sunnubergið GK til Tanga hf. á Vopnafirði. Maður mánaðarins er Halldór Jónsson nýráðinn framkvæmdastjóri rækjuverk- smiðjunnar Rits hf. á ísafirði. Það vakti athygli á aðventunni þegar meirihluti þess fyrirtækis komst aftur í eigu heimamanna. Þá keyptu Ishúsfélag Isfirðinga og Norður- tanginn á Isafirði saman rúm 52% í Rit af Framtaksfélaginu sem var eignarhaldsfélag íslandsbanka. Við þessar breytingar var Halldór Jónsson útgerðarstjóri Rits gerður að framkvæmda- stjóra. Halldór sagði í samtali við Ægi að grundvöllur fyrir rekstri Rits væri nokkuð traustur og hann væri hóflega bjartsýnn á framtíðina. „Mér finnst ánægjulegt að þessi tvö fyrirtæki skyldu koma saman að þessu máli. Það verður ef til vill upphafið að nánara samstarfi þessara fyrirtækja en aukin samvinna er að mínu mati nauðsynleg fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu hér um slóðir." Nú árar nokkuð vel í rækjuiðnaðinum þar sem verð á afurðum er hátt og reyndar hærra en það hefur verið um árabil en Halldór sagði að afkoma þeirra rækjuvinnsla sem öfluðu eigin hráefnis væri sýnu betri en þeirra sem hafa ekki eigin útgerð og þannig skiptust rækjuvinnslur í rauninni í tvo flokka. Ritur er ekki í útgerð en hefur keypt alla sína rækju á markaði og unnið bæði úthafsrækju og innfjarðarækju úr Djúpinu en á þessum slóðum er vagga rækjuvinnslunnar á íslandi þar sem rækjuveiði og vinnsla hófst á ísafirði. Fjögur fyrirtæki, Ritur og Básafell á ísafirði, Bakki í Hnífsdal og Frosti í Súðavík, eru langstærst í rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Halldór er fæddur á Isafirði 1959 sonur Jóns Þ. Eggertssonar og Ólafíu Kristjánsdóttur. Hann varð stúdent frá MÍ 1980 og útgerðartæknir frá Tækniskóla íslands 1986. Hann starfaði hjá Frosta í Súðavík, Meleyri á Hvammstanga og var formaður samtaka rækjuvinnslustöðva áður en hann kom til starfa hjá Rit. Halldór er kvæntur Dagrúnu Dagbjartsdóttur og eiga þau þrjú börn. Halldór er bróðir Eggerts Jónssonar sem er stjórnarformaður Norðurtangans á Isafirði og í stjórn Rits. Óttar bróðir þeirra stýrimaður á Orra ÍS og Pétur Jónsson er vélstjóri í Norðurtanga og situr í stjórn þess fyrirtækis og Rits. ORÐ I HITA LEIKSINS „Við vorum með trollið úti á aðfangadag jóla en toguðum lengur þannig að frí var frá því klukkan fjögur um daginn til ellefu um kvöldið hjá öllum nema skipstjóranum." Einar Gíslason skipstjóri á Hegranesi SK lýsirjólahaldið í samtali við Dag. „Eg skora á Arnar Sigurmundsson að svipta hulunni af kvótabraskinu með því að leggja á borðið fyrir alþjóð sundurliðað þann kostnað sem fiskvinnsian hefur af kvótaleigu." Guðjón Arnar Kristjánsson formaður FFSI skrifar íFiskifréttir. „Niðurstaða mín er sú að kvótaleiga hafi ekki mikil áhrif á verðmyndun hráefnis til botnfiskvinnslu.“Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnsiustöðva svarar Guðjóni í Fiskifréttum. ÆGIR 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.