Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 13
sóknir bæði á honum og á fleiri tegund- um sem talið er að kunni að finnast í hafinu við Namibíu. í þessum efnum hafa íslendingar verið mjög virkir og hafa tekið þátt í leit að miðum nýrra teg- unda. íslenskir skipstjórnarmenn munu hafa vakið athygli fyrir vinnubrögð sem eru nokkuð ólík þeim sem tíðkast meðal annarra skipstjórnarmanna. Þetta felst einkum í því að kenna innfæddum stýri- mönnum og undirmönnum vinnubrögð við veiðamar og leyfa þeim að spreyta sig meira en aðrir gera. Ekki finnst öllum öðrum fyrirtækjum þetta góð latína en íslendingarnar þykja greiða góð laun og í Luderitz er eftirsótt að vinna fyrir þá. Enska er opinbert tungumál i Namib- íu en flestir tala Owambo, tungumál Owambo-þjóðflokksins sem er fjöl- mennastur. Flest samskipti fara fram á ensku og Afrikaans, sem er blanda úr flæmsku, ensku og þýsku. Nokkrum árum á eftir En hvernig kom namibíski flotinn Atla fyrir sjónir þegar hann var á ferð á þessum slóöum? „Þeir eru nokkrum ámm á eftir okkur í veiðum. Að Seaflower frátöldum eru fáar útgerðir þarna með nýtískulegan búnað. Þarna em mörg stór og burðar- mikil skip sem skortir vélarafl og tog- kraft. Stærsta fyrirtækið þarna, sem er dótturfyrirtæki Pescanova, er með nokkra togara sem flestir eru smíðaðir fyrir 1970. Þeir nota þar af leiðandi mun léttari hlera en hér tíðkast en þóttu góðir fyrir svona 10 til 15 árum. Þarna eru menn reyndar að veiða á mjög góðum botni, sléttum sandi og nota mest fótreipistroll. Þetta eru að- stæður sem við skiljum mjög vel og get- um boðið þeim ýmislegt sem bætt getur afköstin við veiðarnar án þess að tog- krafturinn aukist. Flest skipanna þurfa ekki öflugri veiðarfæri." Er rætt um endurnýjun flotans? „Það er gífurlega mikill uppgangur í þessari atvinnugrein og hugur í mönn- um að endurnýja skipin. Stjórnvöld vilja að útvegur og fiskvinnsla verði helsti atvinnuvegur landsmanna og haga uppbyggingunni í samræmi við . Flaggskip Pescanova, Sil, við bryggju í Namibíu. Sil er á bilinu 2-3 þúsund tonna frystitog- ari og glœsilegasta skipið í eigu Pecanova. það. Afurðir Namibíumanna gefa suður- afrískri framleiðslu ekkert eftir." Eigum að geta tvöfaldað á næsta ári Hvernig hyggst svo J. Hinriksson markaðssetja vömr sínar á þessum fjar- læga markaði? „Við emm þegar í samvinnu við aðila í Suður-Afríku og munum koma upp lager þar og í Namibíu. Við höfum not- ið mjög góðs af íslendingunum í Namibíu og án þeirra hefðum við aldrei komist svona langt. í þessum heimshluta er mikið svig- rúm og óunnir markaðir. Á þessu ári Rex, áður Rán frá Hafharfirði, að leggjast að bryggju eftir vel heppnaða veiðiferð. ÆGIR 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.