Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Síða 14

Ægir - 01.01.1996, Síða 14
Flestar hafnir í Namibíu eru í einkaeign og því fer enginn inn á hafnarsvœðið nema eiga þang- að erindi eða vera í vinnu. Við lœst hliðið híma þeir sem ekki fengu vinnu þennan daginn. seljum við þangað fyrir 20 milljónir og við eigum vel að geta tvöfaldað þá upp- hæð á næsta ári. Við erum komnir inn hjá stærstu fyr- irtækjunum á þessum slóðum, við erum með eina skipið sem er með leyfi til rannsókna á búrfiskveiðum frá Namib- íu, við erum í viðræðum við aðila sem gera út frá Mossel Bay sem er á austur- ströndinni og enn aðra sem gera út á rækju frá Mozambique svo við erum harla ánægðir." Sýningin í Cape Town var sú 83. sem J. Hinriksson hf. tekur þátt í á ferlinum. Verið að landa úr dœmigerðum túnfiskbát í Suður-Afríku. Hver fiskur er handlangaður uþþ á vörubíl og ekki virðist fara mikið fyrir vélvœðingu. Túnfiskurinn er veiddur á línu og er verðmcet afurð. Á bryggjunni má sjá Vilhjálm Ólafsson á tali við skipstjórann. Hallsteinn Stefánsson og Sigurgeir Péturs- son eru tveir íslenskir skipstjórar sem eru búsettir á Nýja-Sjálandi. Þar stýra þeir Austral Leader sem er 80 metra frystitogari gerður út á veiðar á alþjóðlegu hafsvœði. Hallsteinn og Sigurgeir nota Poly-Ice tog- hlera. Fyrirtækið hefur verið óragt við aö leggja land undir fót og fór t.d. 1983 á sýningu í Melbourne í Ástralíu fyrst ís- lenskra fyrirtækja. Því er ekki úr vegi að spyrja hve mikilvægar slíkar sýningar séu í markaðssetningu erlendis. „Þær eru einn hlekkurinn í markaðs- setningu. Best er að vera kominn aðeins með fótfestu á markaðnum áður en taka skal þátt í svona sýningu. Bestu sölumennirnir okkar eru ís- lenskir skipstjórnarmenn sem starfa hér og þar um heiminn. Þar sem þeir eru þar erum við." Stóraukin sókn íslenskra iðnfyrir- tækja á erlendan markað undanfarin ár hefur vakið athygli og á sérstaklega við í sjávarútvegi. J. Hinriksson framleiðir klettþunga toghlera sem eru fluttir heimshorna á milli og sýndir og seldir. Er ekki sóknin á erlendan markað dýr? „Hún er mjög dýr. Islensk fyrirtæki njóta ákveðinnar aðstoðar og styrkja frá Iönlánasjóði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til markaðssetningar á nýjum mörkuðum. Þetta finnst okkur eðlileg aðstoð en við verðum að sýna fram á ár- angur, þ.e. sölu. Við erum sáttir við það hvernig staðið er að þessu. Við kynnumst því reyndar á þessum vörusýningum að við stöndum á þessu sviði mjög langt að baki nágranna- og samkeppnisþjóðum okkar þar sem mun hærri styrkir tiðkast." □ 14 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.